Kvikmyndin Hrútar sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2016 sem haldin var í kvöld á hótel Hilton Reykjavík Nordica og fékk alls 11 verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu.
Leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum úr sjónvarpsþáttaröðinni Réttur, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir hlutu sína Edduna hvor og leikari ársins í aðal- og aukahlutverkum voru valdir þeir Sigurjón Sighvatsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar.
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Helga Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildamyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki.
Ragna Fossberg, sem ber með sanni réttnefnið förðunarmeistari Íslands, hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.
Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni:
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Ævar vísindamaður
BRELLUR ÁRSINS
Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX – Ófærð
BÚNINGAR ÁRSINS
Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir – Hrútar
FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS
Kastljós
GERVI ÁRSINS
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Hrútar
HANDRIT ÁRSINS
Grímur Hákonarson – Hrútar
HEIMILDAMYND ÁRSINS
Hvað er svona merkilegt við það?
HLJÓÐ ÁRSINS
Huldar Freyr Arnarsson og Björn Viktorsson – Hrútar
KLIPPING ÁRSINS
Kristján Loðmfjörð – Hrútar
KVIKMYND ÁRSINS
Hrútar
KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Sturla Brandth Grövlen – Hrútar
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Sigurður Sigurjónsson – Hrútar
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Theodór Júlíusson – Hrútar
LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
Ófærð
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir – Réttur
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Birna Rún Eiríksdóttir – Réttur
LEIKMYND ÁRSINS
Bjarni Massi Sigurbjörnsson – Hrútar
LEIKSTJÓRN ÁRSINS
Grímur Hákonarson – Hrútar
LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS
Ævar vísindamaður
MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS
Öldin hennar
SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS
Helgi Seljan
SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS
Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár
STUTTMYND ÁRSINS
Regnbogapartý
TÓNLIST ÁRSINS
Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers – Ófærð
HEIÐURSVERÐLAUN EDDUNNAR 2016
Ragna Fossberg