fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Nasistar á Vestfjörðum

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsstyrjaldir á Íslandi virðast komnar í tísku sem aldrei fyrr og því vel til fundið að segja sanna sögu fjölskyldu á Vestfjörðum sem skyndilega flækist inn í hringiðu heimsmálanna.

Breskir hermenn koma á sjómannadaginn 1941 til að færa fjölskyldumeðlimi í fangaklefa, en málið vandast strax í næsta atriði þegar þessir sömu hermenn koma á sjómannadaginn 1940. Áhorfendur í salnum voru eitthvað farnir að ókyrrast, og ekki verður þetta auðveldara síðar í myndinni þegar handtakan á sér nú stað á sjómannadaginn 1942. Þó má lesa það úr samhengi myndarinnar að 1941 sé rétt svar.

Haldið er lengra aftur í tímann, þar sem íslenskur innflytjandi í Vesturálfu kynnist þýskri konu og flytja þau saman á Ísafjörð. Fleiri ættingjar hennar koma í kjölfarið, án þess að gruna að þjóðerni þeirra muni brátt leiða til vandræða þegar breskur her gengur á land. Þær hörmungar sem Þjóðverjar upplifðu í fyrra stríði eru tíundaðar, en hér velur leikstjóri af einhverjum ástæðum að sýna okkur myndefni frá loftárásinni á Dresden árið 1945, áður en hann bregður fram myndum af réttu stríði.

Maður sem er grunaður um að vera þýskur njósnari leitar síðan skjóls hjá þessum löndum sínum eftir að Bretarnir koma. Leikar æsast þegar orrustuskipinu Hood er sökkt rétt utan við strendur landsins. Bretar eru í hefndarhug og handtaka marga, án þess að ljóst sé að meintur njósnari hafi nokkuð getað njósnað fyrir vestan.
Sagan að er mörgu leyti heillandi aldarspegill, og sýnir hvernig heimskreppur, heimsstyrjaldir og vesturferðir gátu haft áhrif á eina litla fjölskyldu á Ísafirði á fyrri hluta aldarinnar. Hið stóra endurspeglast í hinu smáa og öfugt. Á sinn hátt er hún líka spæjarasaga, kvikmyndagerðarmaður reynir að finna út úr gömlum heimildum hvað raunverulega gerðist, og kemst á snoðir um fjölskylduríg, valdabaráttu um yfirráð yfir bakarí og talsverða stéttaskiptingu sem samt gat þrifist í svo litlum bæ. Þannig verður sagan mýflugumynd af mannlegu samfélagi. Gátan er ekki endilega leyst að lokum, en það er rannsóknin sjálf sem hér skiptir máli.

Þótt stríðsárin á Íslandi séu vissulega vel dokúmenteruð er endalaust hægt að finna meira efni um örlög einstaklinga á þessum afdrifaríku tímum og því vel til fundið að fjalla um tímabilið á meðan enn er hægt að tala við þá sem þá lifðu. En það er synd að nokkrar staðreyndavillur skuli draga annars ágæta heimildamynd niður, því auðvelt hefði verið að laga þær.

Röng útgáfa af gagnrýninni birtist á DV.is þann 12. febrúar. Beðist er velvirðingar á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“