fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fókus

Blökkumaðurinn sem átti sér draum

Frábær heimildaþáttur um mannréttindabaráttu blökkumanna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 5. febrúar 2016 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV sýnir iðulega áhugaverðar heimildamyndir. Einn slíkur heimildamyndaþáttur er nú sýndur vikulega, er í tíu hlutum og fjallar um sjöunda áratuginn, en þar var sannarlega margt að gerast. Einn þáttur fjallaði um morðið á Kennedy forseta og niðurstaðan þar var að ekki hefði verið um samsæri að ræða. Margir fussa yfir því, samsæri þykir alltaf miklu áhugaverðara og meira spennandi en framganga sjúks einstaklings.

Kennedy kom einnig til tals í þættinum sem sýndur var fyrr í þessari viku, en þar var fjallað um mannréttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum undir forystu Martins Luthers King. Eftirmaður Kennedys, Johnson, var einnig áberandi í þættinum, en King átti samskipti við báða þessa forseta. Það má segja báðum forsetunum til hróss að þeim ofbauð ofbeldið gagnvart blökkumönnum og gripu til aðgerða.

Það sem gerir ekki síst að verkum að maður situr límdur fyrir framan skjáinn meðan á þáttunum stendur er hin mikla og góða notkun á gömlum sjónvarpsmyndum. Í þættinum um baráttu blökkumanna fyrir rétti sínum voru sýndar myndir af heiftúðugum hvítum karlmönnum úr Suðurríkjunum þar sem þeir misþyrmdu svörtu fólk. Þessir sömu menn ruddu út úr sér svívirðingum um blökkumenn og andlit þeirra voru afmynduð af heift. Í þessum hópi voru stjórnmálamenn og lögreglumenn sem töldu sig vera að gæta hags almennings – en í huga þeirra var almenningur einungis hvítur. Þessar öflugur fréttamyndir eru áminning til okkar um að gleyma aldrei mennskunni. Í myndinni var einnig sagt frá ofbeldisverkum og morðum, þar á meðal á fjórum litlum stúlkum í sunnudagaskóla. Það er sárt til þess að vita að hægt sé að hata fólk, meira að segja lítil börn, svona heitt vegna húðlitar þess.

Martin Luther King var í forgrunni í myndinni og sýndir voru bútar úr innblásnum ræðum hans. Það var ekki annað hægt en að hrífast af þessum mælska manni sem átti sér draum og boðaði andspyrnu án ofbeldis. Sannarlega maður sem átti þátt í að breyta heiminum til hins betra. Hans verður ætíð minnst.

Myndinni lauk á einkar skemmtilegan hátt, en þá var sýnd upptaka af ræðu sem Sammy Davis hélt einhvern tíma á sjöunda áratugnum. Þar sagði hann að fimm ára svart barn gæti hugsanlega orðið forseti Bandaríkjanna eftir 50 ár. Þetta var góður endir á frábærum þætti. Þarna voru aðstandendur þáttarins greinilega að nikka til Obama forseta. Já, sumir draumar rætast!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tanja Ýr og Ryan opinbera kynið

Tanja Ýr og Ryan opinbera kynið