fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ágætur Allen

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Woody Allen virðist að mestu hafa sagt skilið við Evrópu, en þegar hann færði sögusvið myndanna þangað fyrir áratug eða svo gekk ferill hans í endurnýjun lífdaga. Það er helst að hann bregði sér til Frakklands inni á milli, og þá ekki til samtímans heldur aftur til 3. áratugarins, sem hann virðist hafa mikið dálæti á.

Hér er spíritisminn tekinn fyrir, sem var mjög í tísku á þessum tíma, á Íslandi sem annars staðar. Efnafólk borgaði fúlgur fjár fyrir að komast í samband við framliðna ættingja, en fagmenn í sjónblekkingum á borð við Harry Houdini kepptust við að fletta ofan af svikahröppum sem efnuðust á trúgirni fólks. Colin Firth er hér í hlutverki Houdini fígúrunnar, en Emma Stone, sem virðist í uppáhaldi hjá Allen þessa dagana, leikur sjáandann.

Þetta er hið ágætasta sögusvið fyrir Woody Allen-mynd, og um tíma verður úr nokkurs konar Sherlock Holmes-saga þar sem yfirnáttúr­legar skýringar takast á við veraldlegar. Annað er afar kunnuglegt, ung kona er trúlofuð myndarlegum ungum manni en kemst brátt að því að hamingjan er fólgin í sér eldri og reyndari karlmönnum. Vísað er í heimspeki og listir á stangli án þess að hugmyndir séu krufðar til mergjar og óttinn við dauðann er allsráðandi eins og oftast hjá persónum Allens.

Allen er trúr sjálfum sér í hinni kaldranalegu heimsmynd og er það vel, en síðasti þriðjungurinn, þar sem ástarsagan er í fyrirrúmi, hefur oft verið betur gerður. Eftir stendur dæmigerð Woody Allen-mynd, skemmtileg að vanda en manni finnst maður hafa séð flest hér áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar