fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Landaði hlutverki í dularfullri Hollywood-mynd

Jóhannes Haukur í nýrri kvikmynd Alberts Hughes – „Má ég ekkert segja, því miður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, hefur landað hlutverki í nýrri kvikmynd leikstjórans Albert Hughes. Myndin heitir „The Solutrean“ en mikil leynd hefur hvílir yfir hlutverki Jóhannesar og myndinni sjálfri.

Aðeins hefur verið tilkynnt um tvo leikara í The Solutrean en ásamt Jóhannesi mun Hollywood-leikarinn Kodi Smit-McPee einnig leika í myndinni, en hann hefur leikið í myndum á borð við The Road og Dawn of the Planet of the Apes.

Litlar upplýsingar eru að finna um myndina en á vefsíðunni IMDB.com segir að hún eigi að gerast fyrir um 20 þúsund árum, eða á síðustu ísöld.

Það var Fréttablaðið sem fyrst greindi frá málinu í morgun en þar er haft eftir Jóhannesi Hauki sem segist vera alsæll með hafa landað hlutverkinu en sagðist þó lítið sem ekkert getað tjáð sig um það.

„Það eina sem ég get sagt er að ég er með hlutverk í myndinni og verð í Kanada við tökur á myndinni næstu vikur og mánuði. Varðandi hlutverkið og stærðina á því þá má ég ekkert segja, því miður. Maður verður að leyfa framleiðendunum að stjórna þessu. Ég er búinn að skrifa undir samninga sem banna mér að tjá mig nánar um þetta að svo stöddu,“ segir Jóhannes.

Albert Hughes er þekktur leikstjóri og handritshöfundur og hefur leikstýrt allnokkrum stórmyndum á sínum ferli. Þar má nefna kvikmyndir á borð við Menace II Society, Dead Presidents og From Hell.

Samkvæmt IMDB mun The Solutrean koma út á þessu ári, 2016, en ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hvenær á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“