fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Helgi sviptir hulunni af fjölskylduleyndarmálinu

Afa og ömmu var varpað í fangelsi fyrir að vera samverkamenn nasista

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldustríð, handtökur, leyndarmál og þöggun er viðfangsefni nýjustu heimildarmyndar kvikmyndagerðarmannsins Helga Felixsonar, Njósnir lygar og fjölskyldubönd. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 28. janúar næstkomandi, eftir viku.

Í myndinni fjallar Helgi um handtöku afa hans og ömmu á Ísafirði á sjómannadaginn 8. júní 1941. Þeim var kastað í breskt fangelsi grunuð um að hafa skýlt þýskum flóttamanni. „Í einni svipan verða afi minn og amma meintir samverkamenn nasista á Íslandi,“ segir Helgi í stiklu sem birt hefur verið vegna myndarinnar.

Í myndinni er leitað svara við þeim spurningum hvað varð til þess að fólkið var handtekið og hvort atburðurinn gæti tengst flókinni fjölskyldudeilu fyrir vestan.

Eftir að Ísland var hernumið af Bretum í maí 1940 voru Þjóðverjar á Íslandi handteknir. Umræddur flóttamaður, August Lehrmann, fékk veður af því og fór huldu höfði allt þar til hann var handsamaður um ári eftir hernámið.

Í stiklunni er rætt við fólk sem varð vitni að atburðunum nóttina örlagaríku. Stikluna má sjá hér að neðan.

[vimeo 148026726 w=500 h=281]

TRAILER from Felixson on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS