Stallone tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki – Verðlaunin veitt 28. febrúar
Búið er tilkynna hverjir séu tilnefndir til Óskarsins, virtustu kvikmyndaverðlaun heims, í ár. Valið var tilkynnt fyrr í dag en verðlaunin verða veitt 28. febrúar næstkomandi.
Alls eru veitt verðlaun fyrir 24 flokka. Mesta eftirvæntingin er gjarnan fyrir verðlaunin í flokki: Besta kvikmyndin, besti leikari og leikkona í aðalhlutverki og besti leikstjórinn.
Í ár eru þessar kvikmyndir tilnefndar í flokknum besta kvikmyndin:
Spotlight
The Revenant
Room
Brooklyn
Brigde of Spies
The Martian
Mad Max: Fury Road
The Big Short
Tilnefningar fyrir besta leikara í aðalhlutverki:
Bryan Cranston í Trumbo
Leonardo DiCaprio í The Revenant
Michael Fassbender í Steve Jobs
Eddie Redmayne í The Danish Girl
Matt Damon í The Martian
Tilnefningar fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki:
Cate Blanchett í Carol
Brie Larson í Room
Saoirse Ronan í Brooklyn
Jennifer Lawrence í Joy
Charlotte Rampling í 45 Years
Tilnefningar fyrir besta leikstjórann
Alejandro González Iñárritu fyrir The Revenant
Tom McCarthy fyrir Spotlight
George Miller fyrir Mad Max: Fury Road
Lenny Abrahamson fyrir Room
Adam McKay fyrir The Big Short
Af öðrum sem voru tilnefndir má nefna Sylvester Stallone sem tilnefndur er sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í Creed. Stallone hefur þegar fengið Gullhnöttinn (e. Golden Glob) fyrir að leik sinn í myndinni.
Eins og DV greindi frá fyrr í dag var tónskáldið Jóhann Jóhannsson einnig tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario.
Sjá einnig:Jóhann Jóhannson tilnefndur til Óskarsverðlauna
Þá er kvikmyndin Gamlinginn sem skreið út um gluggann, sem Sigurjón Sighvatsson er framleiðandi af, tilnefnd fyrir bestu förðun.