Banamein hans var krabbamein – Lék meðal annars Hans Gruber í Die Hard og prófessor Snape í Harry Potter
Breski stórleikarinn Alan Rickman er látinn. Samkvæmt fjölskyldu leikarans lést hann á heimili sínu í Lundúnum. Rickman var 69 ára gamall og var banamein hans krabbamein.
Rickman lék í fjölmörgum kvikmyndum og var meðal annars þekktur fyrir afar dimma og þokkafulla rödd. Af eftirminnilegum persónu sem hann lék má nefna illmennið Hans Gruber í Die Hard og prófessor Snape í Harry Potter kvikmyndunum.
Rickaman var virtur leikari fékk meðal annars Gullhöttinn (e. Golden Globe) árið 1997. Verðlaunin fékk hann fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndinni Rasputin.
Hér má sjá Alan Rickman sem Hans Gruber og prófessor Snape.