fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Everest vinsælli en Star Wars: Þénaði 90 milljónir

Aðsókn á íslenskar myndir mun minni en árið 2014

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. janúar 2016 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, var vinsælasta kvikmynd landsins á síðasta ári og þénaði rétt tæpar 90 milljónir króna. Alls fóru 67 þúsund manns að sjá myndina, sem er tæplega tíu þúsund fleiri en sáu Star Wars: The Force Awakens. Hana sáu um 58 þúsund manns og þénaði myndin um 78 milljónir króna. Þess má þó geta að Star Wars var sýnd um miðjan desember og er árangur þeirrar myndar í miðasölunni með ólíkindum.

Þá má þess einnig geta að rétt rúmlega 21 þúsund sáu verðlaunamyndina Hrúta í bíói á síðasta ári. Myndin þénaði um 30 milljónir króna, en hún vann meðal annars til verðlauna á Cannes hátíðinni frægu eins og kunnugt er.

Bíóárið var ansi gott fyrir rekstraraðila kvikmyndahúsa, en tekjur kvikmyndahúsa vegna miðasölu jukust um 4,44% og voru rúmlega einn og hálfur milljarður króna.

Vefsíðan Klapptré tók að auki saman gengi íslenskra kvikmynda í kvikmyndahúsum á síðasta ári. Þar kemur fram að heildartekjur myndanna, sem voru 16 talsins, voru 73 milljónir króna, sem er samanlagt minna en Everest þénaði eins og sér.

Á vefsíðu Klapptré segir einnig að myndum hafi fjölgað nokkuð á síðasta ári, eða úr níu í sextán, en þrátt fyrir fjölgun voru tekjur íslenskra kvikmynda umtalsvert minni árið 2015 eða 73.824.318 kr. sem er um 63 prósenta lækkun frá árinu á undan þegar íslenskar myndir höluðu inn tæpar 197 milljónir króna.

Nánar má lesa greiningu Klapptrés hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS