Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til Bafta verðlaunanna.
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur í annað skiptið til Bafta verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Sicario. Þá er Benecio del Toro einnig tilnefndur fyrir leik sinn í aukahlutverki í kvikmyndinni.
Jóhann, sem fékk Golden Globe verðlauninni á síðasta ári fyrir óskarsverðlaunamyndina The Theory of everything, keppir við John Williams, sem gerði kvikmyndatónlistina fyrir Star Wars. Þá er goðsögnin Ennio Morricone einnig tilnefndur fyrir tónlist sína í Hatefull Eight eftir Tarantino.
Jóhann var einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna á síðasta ári en fékk þó ekki.
Tónlistin í Sicario hefur fengið lofsamlega dóma og sögð nánast aukapersónu í þessari grimmilegu sýn kanadíska leikstjórans, Denis Villeneuve, á fíkniefnastríðið í Mexíkó.
Myndin sjálf hefur einnig fengið lofsamlega dóma, en Jóhann gerði einnig tónlist við mynd Villeneuve, Prisoners, sem var sýnd árið 2013, og skartaði þeim Hugh Jackman og Jake Gyllenhall í aðalhlutverkum.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni Sicario, og þar leikur tónlistin stóran þátt.