fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fókus

Haffi Haff um listina og ástina – ,,Kynhneigðin hefur ekki alltaf fært mér hamingju“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 3. apríl 2022 08:30

Haffi Haff Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við getum valið líðan okkar og það er stundum auðveldara að líða illa en að vera hamingjusamur. Maður þarf að vinna fyrir hamingjunni. Það er ókeypis að láta sér líða illa,” segir Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem skemmtikrafturinn Haffi Haff.

Haffi Haff

Ólíkir heimar

Haffi er fæddur í Seattle, einkabarn íslenskra hjóna búsettum í Bandaríkjunum. Foreldrar hans skildu þegar hann var barn og segist hann hafa alist upp í tveimur gjörólíkum heimum. ,Pabbi var fiskimaður, veiddi krabba, sem er hættulegt starf og því afar vel borgað. Mamma var það aftur á móti ekki. Svo það var ákveðinn munur á, ég ólst upp bæði við látlausan lífsstíl og lífsstíl sem hefði getað verið íburðarmeiri, hefði sú leið verið valin. Ég veit að það eru Lamborghini bílar þarna úti en mér er nákvæmlega sama, þeir eru ekki partur af mér eða mínum lífsstíl. Ég þarf ekki svoleiðis hluti í mínu lífi. Hver þarf milljón eða trilljón dollara? Maður gæti ekki eytt trilljón á mannsævi, sama hvað maður reyndi. 

Var öðruvísi 

Haffi segist ekkert hafa vitað hvað ætti að gera að loknu skyldunámi en að það hafi verið mikil pressa á hann að fara i framhaldsnám.

Haffi og vinir á góðri stund

,,Ungt fólk er heimskt. Ég vissi ekki hver ég var en fór í tískuhönnun því það var þrýstingur á að gera eitthvað, bara eitthvað. Ég veit samt ekki af hverju tískuhönnun, það var aldrei draumurinn.” Honum leiddist aftur á móti í skóla. ,,Ég gat ekki setið kyrr og þoldi hvorki skriffinskuna né ruglið í krökkunum. Og hvað átti ég að gera að námi loknu? Búa til eigin tískulínu? Kannski hefði ég átt að gera það!  Allir geta sett eitthvað drasl saman og selt á milljón dollara, maður sér það út um allt.  Tískuhönnun er ómerkilegasta starf í heimi og þegar hörmungar bjáta á er svona lúxus tískukjaftæði það fyrsta sem fer út um gluggann. Og ég vissi það allan tímann.“

Lífstíðarferðalag 

Haffi var leitandi en segir það hafa hjálpað sér að vera opinn og tilbúinn að taka á móti hlutum sem hann bjóst ekki við.

Haffi Haff
Mynd/Ernir Eyjólfsson

,,Ég var opinn sem barn, alltof opinn, spurðu bara foreldra mína! Ég tjáði mig um allt en gat samt ekki tjáð mig hundrað prósent. Ég vissi að ég var öðruvísi en vissi ekki almennilega út af hverju. Ég var stöðugt kallaður hommi þegar ég var bara að tjá mig en vissi ekki einu sinni hvað hommi var. Vissi ég að ég var gay áður en mér var sagt það? Ég veit það ekki. Það tók mig tíma að ná þangað. En hvað gefur fólki leyfi til að ganga upp að öðru fólki og krefjast þess að það segi frá sjálfu sér? Ég myndi aldrei gera annarri manneskju það.” 

Haffi Haff

Haffi verður þögull. ,,Þetta er lífstíðarferðalag. Ég hef eytt svo löngum tíma í að spá í þessu. Allt of löngum tíma. Það er stórt ævintýri að fá botn í sjálfan sig, því líkur aldrei, en það gerir lífið skemmtilegt”

,,En foreldrar mínir voru alltaf skilningsríkir og þetta var alltaf meira mál í mínum haus en þeirra. Þau voru nærgætin og gjöful og tóku mér alltaf eins og ég var. Foreldrar mínir eru frábært fólk.”

Vaxtarverkir á Íslandi

Haffi kom til Íslands árið 2005. Hann fann eitthvað sérstakt svo hann kom aftur með tóma vasa og tvær ferðatöskur árið 2006 og settist að. ,,Ég vildi sjá hvað biði mín á Íslandi. Þetta var skemmtilegur tími, ég var villtur í byrjun og að ganga í gegnum allskonar hluti. Það má kalla þetta einskonar vaxtarverki, ég var að springa eins og fólk gerir þegar það veit ekki alveg hvað er í gangi. Í Bandaríkjunum búa 350 milljónir plús og það tekur enginn eftir þér. Ég var bara einhver skrítinn krakki í Los Angeles með trúðaskó á löppunum í hafi af fólki sem var öðruvísi. Svo kom maður hingað og allt í einu kominn í beina útsendingu. Þú getur ímyndað þér hvað það gerir manni,“ segir Haffi og hristir höfuðið.

Kannski guð

Haffi Haff

Haffi var staddur í Smáralind ekki löngu eftir komuna til Íslands, var að leita sér að svörtum augnskugga, og fór að spjalla við starfsfólk MAC snyrtirvara. Haffi spurði meira í gamni en alvöru hvort verið væri að ráða hjá MAC. Hugmyndin um strák við borðið þótt góð og starfaði Haffi við að selja snyrtivörur næstu þrjú árin.  ,,Það var rosalega gaman og ég var mjög góður í því. Tvímælalaust besti listamaðurinn. Ég vann til fjölda verðlauna hjá MAC og hefði getað farið lengra með þeim og hefði kannski átt að gera það. En þetta var farið að snúast of mikið um sölu og ég vissi að mín beið eitthvað annað, ég vissi bara ekki hvað. Ég er með raddir innra með mér, kannski er það guð eða eitthvað annað, en ég elti þær og finn að eitthvað breytist í mér.” 

Og þá kom tónlistin inn í myndina fyrir alvöru.

 Smá stælar

,,Ég hafði ekki verið í tónlist en með áhuga og tóneyra. Þegar pabbi var með gesti þegar ég var krakki sá ég alltaf um tónlistina, var plötusnúður og spilaði diskó og Abba. Mig vantaði aftur á móti athyglisgetuna til að læra á hljóðfæri og hafði engan áhuga á að vera með þegar skólafélagar mínir voru að stofna hljómsveitir.”

Haffi Haff
Mynd/Ernir Eyjólfsson

Haffi segist hafa lagt meiri áherslu á að horfa inn á við og reyna að finna út hver hann væri. ,,Það stoppar mann í að taka þátt i mörgu. Maður verður að þekkja sjálfan sig og hafa trú á sér. Ég varð að horfast í augu við að ég er gay maður hvort sem ég eða aðrir vilja breyta því.” 

Það varð viðsnúningur hjá Haffa þegar að Svala Björgvins fékk hann í samstarf og úr varð Wiggle Wiggle Song sem tók þátt í Eurovision undankeppninni 2008. Síðan hefur Haffi verið á kafi í að semja og flytja tónlist. ,,Fyrst er þetta aðallega um tjáninguna, að klæða sig upp, vera með smá stæla og tjá sig. Ég er auðvitað leikari og tjái mig og það hefur ekkert með kynhneigð að gera. Reyndar finnst mér stundum eins og kynhneigðin hafi ekki alltaf fært mér mér hamingju. En það má reyndar líka segja um fullt af gagnkynhneigðum konum sem myndu bjóða mig velkominn í hópinn,” segir Haffi og hlær. 

Brotið hjarta

Talið berst að ástinni. Haffi var í föstu sambandi í sex og hálft ár og segir það oft flókið fyrir gay mann og margt sem þurfi að vinna sig í gegnum. ,,Og ef við bætum mínum lífsstíl ofan á það þá er það enn flóknara. Sambandsslitin voru mín stærstu vonbrigði í lífinu. Hann er yndislegur maður en á endanum þekktumst við ekki, eða hann kaus að þekkja mig ekki. En ég kaus hann alltaf.”

Um fjarsamband var að ræða og segir Haffi að hann og kærasti hans hafi reynt sitt besta til að láta það ganga. ,,Ég eyddi rosalega miklum tíma og vinnu í sambandið og varð eitthvað svo mikill kærasti.

Haffi á æfingu með teyminu

Ég var tilbúinn að pakka og flytja til hans þegar hann vildi það allt í einu ekki. Hann hefði nú getað sagt mér það fyrr! En lífsstíll okkar var ólíkur, hann með fínar gráður og háar tekjur og ég blankur listamaður. Því var snúið gegn mér, sambandið var orðið eitrað og hann valdi á endanum lífsstílinn fram yfir það sem við áttum. Hann braut í mér hjartað. En það sem kannski særir mig kannski mest er að á þessum tveimur árum sem eru liðin hefur hann aldrei haft samband eftir allar þær fórnir sem ég færði vegna okkar. En svo ég fór að kynna mér manneskjuna sem tegund og henni er ekki treystandi, aldrei. En ég fer nú samt í flugvél og treysti að flugmaðurinn sé ekki fullur.”

Haffi er einhleypur í dag. ,,Ég er ekki að segja að menn hafi ekki áhuga á mér, alls ekki. En ég er svolítið búinn með það skeið í lífinu. Það þyrfti mjög sérstakan mann til að fá mig til að skipta um skoðun.”

Var tilbúinn að fara alla leið

Haffi tók þátt í undankeppni Eurovision í ár með laginu Gia og segir keppnina hafa verið æðislegt stelpupartý.

Haffi segir Eurovision í ár hafa verið frábært stelpupartý

Lagið fékk góðar undirtektir jafnt heima sem erlendis en komst ekki í úrslitakeppnina. ,,Ég veit ekki hvert lífið mun bera mig en ég var tilbúinn að fara áfram í Eurovision. Ég gerði ekki ráð fyrir því en var tilbúinn. Helst vildi ég að allir myndu vinna en vildi gera mitt og kom með mína sögu í keppnina. Ég er svo þrjóskur að ef ég held að það sé hægt að gera betur hætti ég ekki og við lögðum allt okkar í lagið. Þetta var rosalega stressandi en gaman og ég trúði á lagið og ég sá það fyrir mér fara áfram. Og það sem er svo æðislegt er að fólkið sem var með mér á sviðinu er að stórum hluta sama fólkið og ég kynntist þegar ég kom til Íslands árið 2005.”

Kom frá hjartanu

Haffi segir að það hafi verið djúpar pælingar á bak við allt í laginu, hverja hreyfingu, hvert orð og hvern búning.  ,,Í einkalífinu er ég í sömu svörtu dögunum alla daga því það gerir lífið einfaldara þegar ég er að borga reikninga eða fara út í búð. Þá er ég ekki Haffi Haff.

Haffi Haff
Mynd/Ernir Eyjólfsson

En þegar ég á sviði og í beinni vil ég segja sögu. Þetta var útspekúlerað en samt gátum við gert þetta fyrir næstum engan pening.  En við vorum kannski of flókin því höfðum svo mikið að segja og það kom allt frá hjartanu. En ég vildi fá ákveðinn viðbrögð og ég fékk þau. 

Haffi er á fullu við að semja og flytja tónlist í samstarfi við íslenska listamenn.

,,Haffi Haff er partur af íslenskri menningu. Ég stjórna því ekki, ég hef hlutverki að gegna í íslenskri menningu,” segir Hafsteinn Þór ,,,Haffi Haff”, Guðjónsson. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Í gær

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út

Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?