fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusViðtalið

Helgarviðtal DV: Jón Bjarni segir það vera særandi að sitja uppi sem vondi kallinn – „Eins og að halda grillveislu í frystihúsi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. júní 2021 08:00

Jón Bjarni Steinsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóni Bjarna Steinssyni, eiganda hins vinsæla bars og tónleikastaðar, Dillon við Laugaveg, þótti óþægilegt að láta ljósmynda sig fyrir þetta viðtal. Sú aðgerð tók aðeins nokkrar mínútur en Jón tók út fyrir að stilla sér upp fyrir framan ljósmyndarann.

Þetta passar kannski ekki alveg við mann sem hefur verið nokkuð áberandi í fréttum undanfarin ár þar sem hann hefur svarað fyrir umdeild mál sem tengjast tónlistarhátíðinni Secret Solstice, auk þess sem hann hefur verið ófeiminn við að tjá sig um ýmis málefni sem snerta hans lifibrauð, veitingarekstur. Auk þess hefur Jón Bjarni starfað sem barþjónn ríflega helminginn af sinni 40 ára ævi, starf sem óneitanlega felur í sér mikil mannleg samskipti og veru í margmenni.

Þegar hann var laus úr prísund ljósmyndarans og sestur hjá blaðamanni við eitt borðanna á Dillon þá viðurkenndi hann aðspurður að hann væri í eðli sínu mikill prívatmaður og finnist athygli óþægileg. Hann virkar þó opinskár og ófeiminn í viðmóti en í persónuleika flestra manna eru mótsagnir og hér liggur ein þeirra hjá þessum viðmælanda DV. Við skiptum fljótt um umræðuefni og Jón Bjarni er spurður stuttlega um uppruna og bakgrunn.

Hann er fæddur á Vogum á Vatnsleysuströnd en fluttist með fjölskyldu sinni níu ára gamall til Garðabæjar. Hann býr enn í Garðabæ og skilgreinir sig klárlega sem Garðbæing. En ætlaði Jón Bjarni að verða eitthvað annað en bareigandi þegar hann yrði stór?

„Ég var alltaf barþjónn, byrjaði á Hótel Íslandi árið 1998, var þar í tvö ár og eftir það starfaði ég bara sem barþjónn. En svo ákvað ég að söðla um og árið 2007 fór ég að læra lögfræði á Bifröst.“ Hann er með meistaragráðu í skattarétti, bs-gráðu í lögfræði og gráðu í erlendum skattarétti. En það fór þó ekki svo að Jón Bjarni hæfi störf sem lögmaður heldur lá leið hans aftur í veitingabransann. Eftir að hafa lokið námi á Bifröst og starfað við skólann um hríð söðlaði hann um og fékk vinnu á veitingastaðnum Chuck Norris sem lengi hefur verið rekinn í kjallaranum fyrir neðan Dillon Bar og tilheyrt sama rekstri. Var það árið 2015. Nokkru síðar keypti hann sig inn í reksturinn og rekur Dillon Bar í dag ásamt eiginkonu sinni.

Mynd: Ernir

Tónleikahald er þungbær ástríða

Þó að Jón Bjarni sé ekki stofnandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og sé ekki einn um að hafa rekið hana þá þróuðust atvik með þeim hætti að hann tók að sér að verða talsmaður hátíðarinnar. Þrátt fyrir vinsældirnar hefur hátíðin nokkrum sinnum orðið viðfang neikvæðrar umræðu og fréttaflutnings. Íbúar hafa kvartað undan hávaða, fjöldi fíkniefnabrota á hátíðinni hefur orðið að fréttaefni auk þess sem ósætti varð varðandi uppgjör við hljómsveitina Slayer, en sú deila er orðin að dómsmáli.

„Að standa í tónleikahaldi í Íslandi er eins og og að halda grillveislu í frystihúsi. Jú, þú getur kveikt upp í grillinu og það kemur steik út úr þessu en það er ljóst að þetta eru ekki ákjósanlegustu aðstæðurnar.“

Það er ljóst af yfirbragði Jóns Bjarna að mál tengd Secret Solstice sitja í honum. Sársaukasvip bregður fyrir í andlitinu og röddin verður óstyrk stutta stund. Hann bendir á varðandi fréttaflutning af óánægju íbúa með hávaða frá hátíðinni að almennt séu íbúar bara hæstánægðir með að fá hátíð sem þessa í bakgarðinn. „Hver vill ekki að Robert Plant sé að spila í næsta nágrenni við sig?“ Hann bendir á að gerð hafi verið viðhorfskönnun á meðal íbúa í öllum hverfum Reykjavíkur í tengslum við hátíðina árið 2019, þær niðurstöður hafa ekki verið birtar en hann þekkir til þeirra og veit fyrir víst að íbúar í Laugardal voru ánægðastir með hátíðina. Það sýni að kvartanirnar fréttnæmu séu undantekningar en flestir hafi verið ánægðir.

Þá hafi öflugt samstarf aðstandenda hátíðarinnar við lögreglu um að upplýsa fíkniefnabrot á hátíðinni orðið tilefni neikvæðrar umræðu vegna þess að það leiddi til þess að mörg fíkniefnabrot komu upp, 96 þegar mest lét. Einhverjir andvörpuðu af hneykslun yfir þeim fréttum. Ef ekki hefði verið lagt svo mikið í að upplýsa fíkniefnabrot á svæðinu þá hefði talan hins vegar orðið miklu lægri. Þannig hafi ábyrgðarfullt framtak hátíðarhaldara valdið neikvæðum fréttaflutningi.

Þegar erfiðleikar og neikvæðar fréttir bætast við þá staðreynd að Jón Bjarni hefur nánast ekkert borið úr býtum fjárhagslega af hátíðinni þá vaknar sú spurning hvers vegna menn séu að standa í þessu. Hann þarf dálitla umhugsun til að finna svar við því og finnur það í raun ekki:

„Þetta er ástríða. Ég hef ástríðu fyrir tónlist og að bjóða fólki upp á frábæra tónleika en þegar upp er staðið þá skýrir það þetta ekki að fullu. Ég held að þú verðir í raun að spyrja geðlækninn minn. Það græðir enginn á því að halda tónleika á Íslandi.“

Hann viðurkennir að umræðan um Secret Solstice hafi verið særandi: „Já, það er særandi að reyna að gera eitthvað gott en sitja alltaf uppi sem vondi kallinn. Fréttin er aldrei sú að það hafi verið frábærir listamenn að spila á hátíðinni í gær, heldur að það hafi fundist fullir unglingar eða verið kvartað undan hávaða. Það sem hefur knúið Secret Solstice áfram hefur verið ástríða mín og annarra fyrir því að bjóða upp á alvöru alþjóðlega tónleikahátíð á Íslandi. Ég hef verið að reyna að búa til eitthvað sem ég held að skipti máli en hef alltaf fengið skít að launum, eins og ég sé einhver fáviti fyrir það að standa í tónleikahaldi.“

Það er líka mikið tónleikahald á Dillon þó að þeir viðburðir séu með allt öðru og minna sniði en Secret Solstice. En slíkt framtak er ekki heldur gróðavænlegt. „Endurskoðandinn minn hringdi einu sinni í mig og spurði mig hvort ég vissi hvað ég hefði eytt miklum peningum í tónleika árið á undan. Það var há tala. Hann sagði mér líka hvað ég hafði selt fyrir mikið á tónleikum og niðurstaðan var ekki falleg. Þetta er ekki bissniss sem borgar sig en sem betur fer hef ég haft rekstur á neðri hæðinni sem hefur borgað tapið á efri hæðinni.“

Eins og margir vita hefur veitingastaðurinn Chuck Norris verið í kjallaranum undir Dillon. Chuck Norris sem nafn á veitingastað við Laugaveginn heyrir nú sögunni til en neðri hæðin er enn í rekstri hjá Jóni Bjarna og eiginkonu hans og þar er boðið upp á mat. Á efri hæðinni, Dillon sjálfum, er hins vegar bar með áherslu á gott viskí-úrval og reglulegt tónleikahald.

Mynd: Ernir

Næturdjammið á heima í úthverfunum

Ekki er að sjá að áratugir við störf tengd næturlífinu hafi tekið toll af Jóni Bjarna. Hann lítur frísklega út, á ekki í vandræðum með áfengisneyslu og heiðrar þá reglu að barþjónn fái sér ekki að drekka í vinnunni. Hann er fjölskyldumaður en þau hjónin eiga tvö börn. En hvernig fer svona starf saman með fjölskyldulífinu?

„Það er svolítið síðan ég hætti almennt að taka kvöldvaktir. Ég tók næstum 20 ár sem barþjónn á djamminu og ég er alveg búinn með þann skammt.“

En er hann sáttur í starfi? „Já, já. Ég festist í þessu. Mér finnst gaman að þjóna, mér finnst gaman að þjónusta fólk og sjá til þess að það fari ánægt frá mér. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegt að vera góður þjónn og gera fólk ánægt.“

Rekstur Jóns Bjarna kemur ekki ýkja illa undan Covid-faraldrinum því hann gat alltaf haft opið, þar sem hann var með matsölu á neðri hæðinni. Hann sá þó ástæðu til að hnýta stundum í sóttvarnaaðgerðir fyrr á árinu. „Mér þótti sérkennilegt að ég mætti hafa opið á neðri hæðinni af því fólk gat keypt mat þar en ekki á efri hæðinni af því þar var bar. En auðvitað var ég í heildina sáttur við sóttvarnaraðgerðir og studdi þær heilshugar.

Núna hillir undir að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt en sú umræða er komin af stað hvort það sé nokkuð æskilegt að leyfa aftur takmarkalausa næturopnun eða að opið sé til hálffimm á morgnana eins og tíðkaðist síðustu árin.

„Það hentar stað eins okkar prýðilega að loka klukkan þrjú þó að ég vilji alls ekki snúa aftur til þess ástands þegar allir staðir lokuðu á þeim tíma. Við erum aðallega með eldri gesti og erlenda ferðamenn og þurfum ekki að hafa opið alla nóttina. En ég skil vel að klúbbar eins og B5 og Austur þurfi að hafa opið lengur. Hins vegar fyndist mér best að djammið seinni hluta nætur færðist yfir í úthverfin. Svona eins og í London, þar færist djammið út í úthverfin á ákveðnum tíma.“

Veitingabransinn og undirheimarnir

Margir tengja veitingabransann og næturlífið við undirheimana. Í febrúar síðastliðnum var albanskur maður myrtur fyrir utan heimili sitt í Reykjavík og fljótlega kom í ljós að hann starfaði í litlu fyrirtæki sem býður upp á dyravörslu á skemmtistöðum. Óvíst er hvort morðið tengist átökum í þeirri starfsemi en vitað er að hörð samkeppni er á milli þjónustufyrirtækja af þessu tagi. Svo er það bara almennt þannig að um nætur fer ýmislegt misjafnt á kreik og ýmis afbrot eiga sér stað í næturlífinu.

„Verða ekki allir veitingamenn varir við undirheima?“ spyr Jón Bjarni á móti þegar blaðamaður viðrar þetta við hann. „Ég hef engin sérstök tengsl við undirheima en á löngum ferli sem barþjónn kynnist maður alls konar fólki og ég hef vissulega kynnst fólki af því tagi. En ég er ekki í undirheimum Reykjavíkur. Mér finnst líka vert að nefna það að miðbær Reykjavíkur er í rauninni „easy place.“ Fólk getur drukkið hér og gengið niður Laugaveginn tiltölulega öruggt. Það er oft verið að mála skrattann á vegginn í tali fólks um að miðbærinn sé svo hættulegur.“

Bandaríkjamenn skemmtilegustu kúnnarnir

Jón Bjarni fer ekki varhluta af þeirri bjartsýni sem góður árangur í baráttunni við Covid-faraldurinn og útbreiðsla bólusetninga hafa í för með sér. Hann segir klárt í sínum huga að það sé bjart framundan. Viðskiptin eru að glæðast á Dillon og eiga eftir að glæðast enn meira.

„Bandaríkjamennirnir eru byrjaðir að koma en þeir eru skemmtilegustu kúnnarnir. Þeir setja ekki verðið fyrir sig, þeir vita að áfengi er fáránlega dýrt á Íslandi og eru ekki að velta sér upp úr því. Þeir eru kurteisir og almennilegir. Svo elska Bandaríkjamenn viskí,“ segir Jón Bjarni en bandarískir viðskiptavnir hans kunna vel að meta hið mikla úrval af viskí, bæði bandarísku og skosku, sem er í boði á Dillon.

Jón Bjarni hlakkar til að fylla staðinn af Bandaríkjamönnum og Íslendingum þegar líður á sumarið og tónlistarlífið mun áfram blómstra á staðnum þó að það gefi lítið í aðra hönd.

En það er líka fleira í pípunum. „Við hjónin opnum veitingastað í Urriðaholti næsta haust, í húsinu sem verið er að byggja gegnt Náttúrufræðistofnun. Þetta verður veitingastaður og bar. Við munum leggja þarna mikla áherslu á kokteila, góð vín og viskí – og svo verður þokkalegur matur í boði,“ segir Jón Bjarni, sáttur við lífið og tilveruna enda hefur hann lent með báða fætur á jörðinni eftir dálítinn skammt af erfiðleikum í strembnum bransa. Við kveðjum og óskum honum velgengni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 34 mínútum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 42 mínútum

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 47 mínútum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 47 mínútum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
433Sport
Fyrir 34 mínútum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 42 mínútum

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 47 mínútum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 47 mínútum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
433Sport
Fyrir 34 mínútum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 42 mínútum

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 47 mínútum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 47 mínútum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
433Sport
Fyrir 34 mínútum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 42 mínútum

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal
Fréttir
Fyrir 47 mínútum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 47 mínútum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu