fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Hanna Björg um KSÍ-málið – „Ég vissi að þau voru að ljúga og fannst þau ekkert lítið ómerkileg að halda þessu fram“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. október 2021 10:00

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir vakti mikla athygli í lok ágúst vegna beittrar gagnrýnar sinnar á forystu KSÍ í tengslum við kynferðisbrotamál sem voru þögguð niður. Hún er framan á nýjasta tölublaði Vikunnar og ræðir það mál ásamt mörgu öðru eins og femínisma, gerendameðvirkni og hvernig samfélagið skrímslavæðir kynferðisofbeldi.

Sjá einnig: Nærmynd: Hver er þessi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir?

Hún segir frá því þegar hún rakst fyrst á færslu, sem var skrifuð í maí, þar sem ung kona segir frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. „Ég hafði ekki séð færsluna fyrr en þarna og ég fékk bara áfall,“ segir hún og bætir við að í kjölfarið hefði hún fengið „að vita að þetta hafi verið tveir landsliðsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.“

„Ég fæ líka að vita það að stúlkan hafi komið heim úr þessari fótboltaferð og ætlað sér að kæra þetta hryllilega ofbeldi en hún hafi mætt svo miklu mótlæti og henni eindregið ráðlagt að kæra ekki. Það væri við ofurefli að etja, þessir menn myndu einfaldlega hakka hana í sig, vefengja hana: „Það voru engin vitni, þú vildir þetta.“ Hún var því bara skilin eftir með tjónið og þjáninguna.“

Hanna Björg segist strax hafa farið í baráttuham. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að gera eitthvað og byrjaði á því að skrifa statusa á Facebook. Ég fékk mikil viðbrögð við þeim og fékk skilaboð, fullt af sögum sem staðfestu að það væru fleiri ofbeldismenn þarna í skjóli KSÍ og enginn að gera neitt. Þá sagði ég hingað og ekki lengra, ég ætlaði mér að svæla þetta fólk út úr höllinni og láta það svara fyrir þetta,“ segir Hanna Björg.

„Þá varð ég brjáluð“

Hún skrifaði pistill sem birtist á Vísi og nokkrum dögum seinna birti KSÍ yfirlýsingu. „Ég var ekki ávörpuð í greininni en þau voru greinilega að svara mér. Þau sögðu það vera dylgjur að halda því fram að KSÍ hafi verið að hylma yfir með einhverjum ofbeldismönnum. Þá varð ég brjáluð,“ segir hún.

Hanna Björg segist hafa verið „alveg rosalega reið því ég vissi að þau voru að ljúga og fannst þau ekkert lítið ómerkileg að halda þessu fram.“

Hún tekur það fram að hún var ekki að hugsa um tímasetninguna og vissi ekki að það væru leikir fram undan hjá karlalandsliðinu. „En gyðjurnar voru með okkur því þegar ég loksins náði að svæla þá út til að tilkynna landsliðið, þar sem ákveðnir menn voru ekki í hópnum, byrjaði fréttafólkið að spyrja um ásakanirnar. Þá byrjaði boltinn loks að rúlla.“

Hanna Björg segir að í kjölfar þess að gagnrýna KSÍ opinberlega hefði hún fengið fjölda skilaboða, tölvupósta og símtöl um svipuð. „Ég fékk til dæmis skilaboð frá konu sem er búin að burðast með óuppgert ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi landsliðsmanns í fótbolta fyrir þrjátíu árum,“ segir hún.

Hanna Björg ræðir þetta mál frekar ásamt öðru í forsíðuviðtali Vikunnar. Hún segir meðal annars frá því hvað hún vill sjá breytast í þessum málum og hvernig við getum fengið þjóðina til þess að vakna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu