Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir verður með bás í Extraloppunni í Smáralind til styrktar Hlyni Þórs Haraldssyni, vini hennar sem er að berjast við krabbamein.
„Hlynur vinur okkar er að berjast við krabbamein. Hann hefur verið fjölskylduvinur í 20 ár og við vorum daglegir gestir á heimilum hvors annars þegar við vorum kærustupar allan framhaldsskólann. Hann á í dag konu og tvo litla drengi, annan fæddan fyrr á þessu ári sem okkur langar til að styrkja eins og við getum,“ segir Edda Sif í færslu á Facebook sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram.
Edda Sif og móðir hennar, Hildur Hilmarsdóttir, eru með bás númer 24 í Extraloppunni í Smáralind. Þær munu fylla á hann reglulega til 30. ágúst.
„Það vill svo til að Hlynur á afmæli daginn eftir. Endilega kíkið við,“ segir Edda Sif.
Fólk sem vill styðja við Hlyn og fjölskyldu getur lagt inn á reikning 0370-22-037502
Kennitala: 310885-8199.