fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Edda Sif selur föt til styrktar vini sínum sem er að berjast við krabbamein

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 12:00

Edda Sif Pálsdóttir og móðir hennar Hildur Hilmarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir verður með bás í Extraloppunni í Smáralind til styrktar Hlyni Þórs Haraldssyni, vini hennar sem er að berjast við krabbamein.

„Hlynur vinur okkar er að berjast við krabbamein. Hann hefur verið fjölskylduvinur í 20 ár og við vorum daglegir gestir á heimilum hvors annars þegar við vorum kærustupar allan framhaldsskólann. Hann á í dag konu og tvo litla drengi, annan fæddan fyrr á þessu ári sem okkur langar til að styrkja eins og við getum,“ segir Edda Sif í færslu á Facebook sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram.

Edda Sif og móðir hennar, Hildur Hilmarsdóttir, eru með bás númer 24 í Extraloppunni í Smáralind. Þær munu fylla á hann reglulega til 30. ágúst.

„Það vill svo til að Hlynur á afmæli daginn eftir. Endilega kíkið við,“ segir Edda Sif.

Fólk sem vill styðja við Hlyn og fjölskyldu getur lagt inn á reikning 0370-22-037502

Kennitala: 310885-8199.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið