Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel tóku saman haustið 2015 og í upphafi ársins 2017 tilkynntu þau um trúlofun sína.
Marta hefur verið lengi í fjölmiðlum og er hún best þekkt fyrir að ritstýra Smartlandinu hjá mbl.is, dægurmáladeildinni þar. Hún er dóttir Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Íslands.
Páll Winkel starfaði áður sem lögreglumaður og var framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna til ársins 2007 þegar hann tók við stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Seinna þetta sama ár tók hann við stöðu fangelsismálastjóra og henni gegnir hann enn.
Marta og Páll hafa lengi vel búið hvort á sínum staðnum með börn sín úr fyrri samböndum. En síðan voru bæði heimilin sett á sölu. Raðhús Páls í Hólmatúni á tæpar 70 milljónir króna og raðhús Mörtu í Ljósalandi á 85 milljónir.
Marta og Páll eru nú skráð í nýbyggðu húsi í Fossvoginum, sunnan við Borgarspítalann.
Heimili:
Lautarvegur 16
229,9 fm
Fasteignamat: 95.300.000 kr
Marta María Jónasdóttir:
Tekjublað DV 2018: 1.111.000 kr
Páll E. Winkel:
Tekjublað DV 2018: 1.365.000 kr