fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Logi Már Einarsson í yfirheyrslu: „Ég hef líklega verið mátulega stressaður“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. júní 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Már Einarsson tók við formennsku Samfylkingarinnar árið 2016 þegar flokkurinn var í mikilli krísu og hefur byggt hann jafnt og þétt upp að nýju. Þessi arkitekt að norðan er þekktur fyrir góðan húmor en getur einnig bitið frá sér í pólitískum rimmum. DV tók Loga í yfirheyrslu.

 

Hjúskaparstaða og börn?
Ég er giftur og á tvö börn.

Fyrsta atvinnan?
Ég bar út flokksblað Framsóknarflokksins, Tímann, á Akureyri. KEA stóð enn styrkum fótum og áskrifendurnir margir og dyggir. Þetta átti nú heldur betur eftir að breytast.

Hefur þú ort ljóð?
Já, hver hefur ekki gert það? Ég hnoðaði saman fjölmörgum textum fyrir plötur Skriðjökla, en alvarlegum tilraunum til ljóðagerðar hélt ég blessunarlega fyrir sjálfan mig.

Ertu A- eða B-maður?
Ætli ég ég sé ekki staddur þarna mitt á milli. Ég er líklega A-maður að upplagi en það eru hins vegar ekki allir fjölskyldumeðlimir og þá lagar maður sig auðvitað að því.

Hvernig leið þér í jómfrúrræðunni?
Ég hef líklega verið mátulega stressaður.

Hvaða útvarpsstöð hlustar þú mest á?
Ég vakna við morgunútvarp Rásar eitt. Annars þvælist ég á milli spjallþátta sem eru í boði.  Ég hlusta svo á Spotify þegar ég hef þörf fyrir músík og er minn eiginn útvarpsstjóri..

Fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem þú kaust?
Alþýðubandalagið, í sveitarstjórnarkosningum á Akureyri, 31. maí 1986.
Ári seinna kaus ég svo sama flokk í mínum fyrstu alþingiskosningum. Oddviti flokksins í mínu kjördæmi var Steingrímur J. Sigfússon.

Hver myndi leika þig í kvikmynd?
Ja, Felix Bergsson lék mig einu sinni í áramótaskaupinu og ég var auðvitað prýðilega sáttur við það en óttast þó örlítið að Danny DeVito gæti orðið fyrir valinu.

Mannkostir þínir?
Ég hef gaman af lífinu og á auðvelt með að vinna með fólki.

En lestir?
Hvatvísi og stórt skap hefur einstaka sinnum komið mér í tímabundinn bobba.

Bítlarnir eða Stones?
Bob Dylan.

Hefur þú skotið úr byssu?
Já.

Ertu ættrækinn?
Ekki úr hófi fram, er mér sagt.

Leiðinlegasta húsverkið?
Að hengja upp úr þvottavél.

Hefur þú fallið á prófi?
Já, það kom nú fyrir í menntaskóla.

Hvaða rakspíra notar þú?
Salvador Dali, Diesel og Calvin Klein, jöfnum höndum. Fer eftir skapi og veðri.

Við hliðina á hverjum situr þú oftast í matsal Alþingis?
Það er engin regla á því, en ég sit þó oftast við sama borðið. Þar er yfirleitt krökkt af Pírötum, Samfylkingar- og Viðreisnarfólki og einstaka VG-liði slæðist þangað einnig.

Eitthvað að lokum?
Meira fjör!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“