Bryndís Haraldsdóttir hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2016. Áður sat hún í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og var meðal annars formaður bæjarráðs árin 2014 til 2017. Eins og flestir stjórnmálamenn er Bryndís þaulvön kosningabaráttu, kynningu á sjálfri sér og sínum baráttumálum. Myndatökur skipa þar vitaskuld stóran sess og Bryndís er búin að fullkomna sína framboðsstellingu sem er nokkuð á skjön við aðra frambjóðendur. Sjón er sögu ríkari.