fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Síðasti upplestur Elísabetar: „Ég mun pönka þetta upp og síðan brenna upplagið“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Jökulsdóttir skáld mun lesa upp úr verkum sínum í síðasta skipti föstudaginn 8. mars í Iðnó. Þar fer fram viðburðurinn Nornaseiður á vegum Rauða skáldahússins í tilefni af Alþjóðadegi kvenna. Konur munu sjá um alla dagskrána, þar á meðal tónlistarkonurnar Skaði og ÍriiS og spákonan Snæugla.

Elísabet mun lesa ljóð upp úr bókinni Enginn dans við Ufsaklett og verður upplesturinn lesinn samhliða af enskum þýðanda. „Svo hef ég ekki ákveðið nákvæmlega hvað ég mun gera, það ræðst ekki fyrr en svona klukkutíma fyrir sýninguna.“

Viðburðurinn er gerður að fyrirmynd frá New York, sem ber heitið The Poetry Brothel, og gengur út á einkalestur.

„Allt Iðnó verður undirlagt. Þarna verða eldgleypar og fólk í búningum og með grímur. Orkubomban Nanna Gunnarsdóttir sér um þetta og tekur á móti öllum. Hún hefur áður séð um Fringe Festival í Reykjavík.“

Leiði uppretta afreka

Af hverju verður þetta þinn síðasti upplestur?

„Ég hef verið að lesa í þrjátíu ár. Uppi á fjöllum, í Akraborginni, elliheimilum, í flugvélum og úti um allt. Ég ákvað að það væri kominn tími til að breyta til. Ég hef áður fengið þessa tilfinningu, í upplestri í MH, þá ákvað ég að kveikja í bókinni og lesa á meðan hún brann. Maður á að taka mark á þessum tilfinningum. Leiði getur verið uppspretta mikilla afreka.“

Hvað tekur við hjá þér?

„Ég fer á bókamessu í Póllandi þar sem það var verið að þýða Engan dans við Ufsaklett á pólsku. Svo ætla ég að dvelja þar í tveggja vikna fríi. Síðan er ég að skrifa nýja bók sem gefin verður út á þessu ári, um samband mitt við pabba og sjálfa mig. Það eru náttúrlega allir búnir að fá leiða á þessari fjölskyldu sem er alltaf að skrifa um Jökul Jakobsson. En ég mun pönka þetta upp og síðan brenna upplagið,“ segir Elísabet og hlær. „Og dansa í öskurústunum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“