fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Ásthildur lýsir því þegar Jason fékk heilablóðfall – „Svo fékk ég þessa sterku tilfinningu að eitthvað væri að“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2019 12:30

Ásthildur Björt. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sjö árum var Ásthildur Björt Hannesdóttir með tvö lítil tattú. Í dag er hún þakin fallegu flúri, gift tattúlistamanni og rekur eina stærstu tattústofu Íslands, Black Kross Tattoo, með eiginmanni sínum, Jason Thompson. Í lok janúar fékk Jason heilablóðfall sem var mikið áfall fyrir fjölskylduna og reksturinn. Þó svo að það hafi verið tvísýnt um skeið þá stækkuðu þau stofuna um tveimur mánuðum eftir að þau voru næstum búin að skella í lás.

Ásthildur er gestur Föstudagsþáttarins Fókuss í vikunni. Þar fer hún víðan völl og ræðir um flúr, stofuna og áfallið þegar Jason fékk heilablóðfall.

Ásthildur Björt ásamt listamönnum Black Kross og verðlaunum þeirra frá Icelandic Tattoo Convention. F.v. Íris Hrefna, Jason Thompson, Ásthildur Björt, Adrian og Julian. Mynd: Eyþór Árnason

Man þetta eins og þetta hafi gerst í gær

„Ég man þetta eins og þetta hafi verið í gær. Hann sat uppi í sófa með stóru stelpunni okkar og þau voru að horfa á mynd. Hann byrjaði að fá alveg svaðalegt aðsvif á meðan hann sat í sófanum. Ekkert búinn að vera að reyna á sig. Það hætti ekki og hann dreif sig inn á klósett og kastaði upp. Hann kastaði upp það miklu að hann stoppaði ekki,“ segir Ásthildur.

„Hann hélt engum fókus. Ég var að fylgjast mikið með honum, fá hann til að horfa á mig, gretta sig, lyfta höndum, kreista puttana og allt það. Og allt í góðu. Ég hringdi upp á læknavakt og mér var sagt að það væri svæsin gubbupest í gangi og ég ætti að fylgjast með honum yfir nóttina. Morguninn eftir var hann alveg eins, þoldi engin ljós og í hvert skipti sem hann reisti sig upp ældi hann. Ég gerði aftur þessar æfingar og fór svo í vinnu. Svo fékk ég þessa sterku tilfinningu að eitthvað væri að. Ég hringdi í sjúkrabíl og bað þá um að mæta strax og ég brunaði sjálf heim. Þarna var hann orðinn það slappur að hann var náfölur og lýsti þessu þannig að honum liði eins og hann væri sjóveikur. Síðan fórum við upp á spítala og hann var settur í einangrun því þeir töldu þetta vera gubbupest. Það voru teknar blóðprufur, en ég var allan tímann að biðja læknana um að setja hann í segulómun og kanna á honum hausinn. Það var ekki gert fyrr en á laugardagskvöldinu klukkan sex, en við komum upp á spítalann fyrri part föstudags,“ segir Ásthildur.

Hún lýsir því hvernig augu Jasons byrjuðu að hristast og hálft andlitið hans lamaðist. „Hann gat ekki lokað auganu, hann gat ekki brosað. Þarna fór ég í kleinu. Þarna fékk hann strax lyf og var svo á spítalanum í tíu daga. Guð minn almáttugur hvað þetta var hræðilegur tími. Óttinn sem skellur á manni er skelfilegur,“ segir Ásthildur.

Þú getur horft á viðtalið við Ásthildi í heild sinni hér að neðan.

Einnig má lesa viðtalið við Ásthildi í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið