fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Harvey Weinstein bjargaði verkefni Margrétar – Varði hann í fyrstu en síðan kom sannleikurinn í ljós: „Hann er bara fárveikur”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 25. október 2019 15:00

Margrét Hrafnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Hrafnsdóttir, kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðandi, er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókuss. Margrét hefur verið búsett vestan hafs með eiginmanni sínum til þrjátíu ára, Jóni Óttari Ragnarssyni, síðan árið 1992. Hún kom í stutta heimsókn til Íslands nú á dögunum til að fylgja eftir nýjustu mynd sinni, heimildamyndinni House of Cardin, sem sýnd var á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Myndin fjallar um ævi og störf tískumógúlsins Pierre Cardin. Það má í raun segja að myndin hafi verið unnin á mettíma og hálfgert ævintýraverkefni leikstjóranna Todd Hughes og P. David Ebersole.

Með fantasambönd

Margrét var rétt skriðin yfir tvítugt þegar hún flutti til Bandaríkjanna með Jóni Óttari. Þar stundaði hún nám í kvikmyndagerð við Columbia College í Los Angeles og Jón Óttar lærði handritagerð. Margrét hóf nám af miklum krafti og átti þar góð tvö og hálft ár. Hún á enn tvær einingar eftir af náminu til að klára það og má rekja það til ráða sem einn kennari hennar gaf henni.

„Það er að þakka, eða kenna, besta prófessor skólans, sem ég var búin að ná á eintal í bekknum og spurði: Hvernig lærir maður að vera framleiðandi hérna? Hann horfði á mig og sagði: Það er ekki hægt að kenna þetta. Þú nærð í efni sem er spennandi, vonandi. Þú þarft að eiga efni til að vera leiðandi framleiðandi og síðan þarftu að laða að því gott fólk til að vinna að því. Gott fólk laðar síðan fjármagnið að og svo þarftu að halda þessum boltum öllum á lofti þangað til þetta græna ljós kviknar. Svo sagði hann: Það er bara þannig með Hollywood-framleiðendur að þeir þurfa að vera fjárhagslega sterkir. Það er þessi fræga setning, sem er líklegast sönn að mörgu leyti: „There are no poor producers in Hollywood“. Ég hafði haft ákveðinn styrk fjárhagslega en umfram allt bara þor og það að geta tengt mig vel við fólk til að stækka sem framleiðandi. Það hefur skilað sér ótrúlega vel. Ég er með fantasambönd og ansi mörg „element“ sem geta fjármagnað kvikmyndir í dag. Það hefur ekki komið af sjálfu sér. Þetta er alveg rosaleg vinna.“

14 ára þrautaganga

Til marks um þrotlausa vinnu og þrautseigju þá fer Margrét loksins í undirbúning á kvikmyndinni Kill the Poet í janúar á næsta ári og tökur næsta vor, en myndin hefur verið í fjórtán ár í vinnslu og fjallar um samband Steins Steinars við listakonurnar Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Hjónin Margrét og Jón Óttar eru framleiðendur myndarinnar. Margrét segir vegferð verkefnisins vera lyginni líkast.

„Það er alveg ótrúleg saga en hún er að fá mjög farsælan endi. Þetta er í raun saga sem við bíðum eftir því að segja. Þetta er ástarsaga um þessa listamenn sem munu endurskapa seinni heimsstyrjöldina,“ segir Margrét og fer yfir þrautagönguna, sem virtist endalaus. „Fyrst tók þetta engan tíma. Þetta gekk bara hratt, eins og í sögu frá 2006 til janúar 2008. Þá vorum við búin að fjármagna meira og minna á pappírum tíu milljóna dollara mynd og þá var enn þá þessi stóri markaður fyrir DVD, sem var mjög gjöfull myndum sem þessum. Svo fann ég einhverja breytingu á fjárfestum og bankanum okkar í febrúar, mars, apríl 2008 en var samt vongóð um að við næðum að komast í gang. Svo bara skall þetta bankahrun á. Það byrjaði allt að þorna upp í kerfinu um sumarið. Ég sá fram á að þetta væri ekki að ganga upp. Við ákváðum að bíða og sjá hvað setur.“

Í framhaldinu ákváðu þau hjónin að minnka myndina, skera niður um helming og byrja aftur. Þá kom Harvey Weinstein, sem nú bíður dóms fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi, inn sem bjargvættur og tók myndina upp á arma sína. Margrét og Jón Óttar náðu því að fjármagna erlenda hlutann af myndinni og sóttu um styrk á Íslandi, en fengu höfnun.

„Þá urðum við svolítið fúl út í Ísland. Við vorum búin að hafa mikið fyrir þessu aftur. Þá ákváðum við að setja þetta á ís,“ segir Margrét. „Svo jafnaði það sig og við héldum af stað í leiðangurinn aftur og hann hefur verið tiltölulega hraður. Núna erum við að sigla Titanic í höfn og byrja tökur í lok janúar.“

Varði Weinstein í fyrstu

„Ég hef kynnst sterkum mönnum sem hafa virt það að ég er ákveðin og framsækin og dugleg og látið mig í friði á annan hátt.“

Í þessu ferli hitti Margrét Harvey Weinstein tvisvar sinnum og þekkir ekki þá hlið á honum að hann misbeiti valdi sínu og stöðu, eins og fjöldi kvenna hefur opnað sig um.

„Hann tók Kill the Poet upp á sína arma og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég byrjaði aðeins að verja hann þegar þessar ásakanir komu upp á yfirborðið. Þetta var ekki á allra vitorði en augljóslega á vitorði þeirra sem höfðu unnið náið með honum og lengi. Það er alveg á hreinu. Ég segi bara í raun og veru um hann: Því miður náði hann sér ekki í hjálp fyrir mörgum árum síðan. Það er til lækning við kynlífsfíkn. Ég vil meina að kynlífsfíkn hafi ekkert með kynlíf að gera. Hann er bara fárveikur. Þessar lýsingar þessara kvenna, það fer um mann sem kvenmaður að heyra þetta. Mér finnst það mikil synd að þessi mikil hæfileikamaður í þessu fagi eigi við svona mikinn vanda að stríða. Maður er þakklátur Gwyneth Paltrow, Angelinu Jolie og þessum konum sem þorðu að koma fram og segja sína sögu og gerðu það það vel að hann er núna fyrir rétti.“

Ásakanir á hendur Weinstein komu upp í tengslum við metoo-byltinguna. Margrét segir byltinguna hafa verið af því góða.

„Ég hef verið einstaklega lánsöm. Ég hef kynnst sterkum mönnum sem hafa virt það að ég er ákveðin og framsækin og dugleg og látið mig í friði á annan hátt. Enda kannski búin að vera harðgift í þrjátíu ár og því leiðinlegur kvenkostur að fara eftir þannig séð en ég hef lent í karlmönnum, sem betur fer ekki oft. Það gerist þegar maður er aðeins viðkvæmari, yngri og þegar maður styrkist þá breytist margt. Maður setur bara mörk og lendir ekki illa í því. Ég held að þessi bylting hafi verið af hinu góða. Ef það er eitthvað eitt sem ég þyrfti að segja að hefði komið út úr þessari byltingu þá er það að það er meira af sterkum kvenpersónum og meira af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum gert af konum, sem var gríðarlegur skortur á. Þetta nýtur gríðarlegra vinsælda, eins og við vitum. Þannig að þetta bara þurfti að gerast,“ segir Margrét.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Margréti í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið