fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Sólrún Diego á þernulaunum

Fókus
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 11:15

Sólrún Diego.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þrifglaða Sólrún Diego er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og telja mánaðarlaun hennar rúmlega 330 þúsund krónur. Líkt og kom fram í verkfallsaðgerðum fyrr í vetur þá er það álíka laun og þernur á hótelum fá mánaðarlega. Sólrún auglýsir vörur grimmt á samfélagsmiðlum og hefur einnig gefið út bók um þrif.

Henni mislíkaði hins vegar umfjöllun DV um blekkingar hennar á samfélagsmiðlum þar sem hún auglýsti vörur, sem nýbakaður eiginmaður hennar seldi, án þess að taka fram hagsmunatengsl eða að um auglýsingu væri að ræða. Henni var það illa við þá umfjöllun að hún sigaði lögmönnum á DV. Stuttu eftir umfjöllun DV barst ritstjórn bréf frá lögmannsstofunni LOGOS þar sem DV er bannað að birta myndefni af samfélagsmiðlum Sólrúnar, hvort sem það væru skjáskot eða tengill á myndir.

Þrátt fyrir það þá birti Sólrún dulda auglýsingu fyrir einungis um mánuði síðan. Óhætt var að segja að Sólrún Diego sýndi það ekki með skýrum hætti að myndband sem hún setti í Instagram-story væri auglýsing. Í rauninni þurfti stækkunargler til að sjá örlítið letur þar sem stóð„samstarf“. Til að bæta gráu ofan á svart þá er orðið hvítt og bakgrunnurinn hvítur.

Sólrún gekk í það heilaga um síðustu helgi og heldur ótrauð áfram að skapa sér feril á tölvuöld, sem kannski er ekki jafn arðbær og margir halda. Sólrún fór með brúðkaup sitt líkt og hernaðarleyndarmál. Hún gekk að eiga Frans Veigar Garðarsson en þau hafa verið saman um langt skeið og eiga tvö börn saman, drenginn Maron og dótturina Maísól.

Mánaðarlaun 2018: 334.485 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“