Agnes M. Sigurðardóttir tók við embætti biskups Íslands árið 2012 af Karli Sigurbjörnssyni. Áður var hún sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði og Bolungarvíkurprestakalli. Auk þess prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi.
Engin lognmolla hefur fylgt störfum Agnesar, hvort sem það er vegna kynferðisbrotamála innan þjóðkirkjunnar eða vegna hælisleitenda. Hefur hlutfall skráðra Íslendinga í Þjóðkirkjunni hríðfallið í hennar valdatíð.
Eins og forverar hennar býr Agnes í glæsilegum embættisbústað við Bergstaðastræti. Skylda er að búa í húsinu en leigan sem Agnes greiðir er eingöngu 90 þúsund krónur á mánuði. Að sama skapi hafa laun biskups hækkað umtalsvert. Árið 2017 hækkuðu launin um 18 prósent afturvirkt og fékk hún því eingreiðslu upp á 3,3 milljónir króna.
Heimili (leiga):
Bergstaðastræti 75
487,6 fm
Fasteignamat: 192.700.000 kr
Agnes M. Sigurðardóttir:
Tekjublað DV 2018: 1.347.000 kr