Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sextán ár. Auk þess var hann í borgarstjórn Reykjavíkur í átta ár, frá 1998 til 2006. Á árunum 2007 til 2009 gegndi hann stöðu heilbrigðisráðherra og er hann talinn vera því næst sjálfkjörinn sem arftaki Bjarna Benediktssonar í formannsstól flokksins.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, hefur verið einn helsti líkamsræktarfrömuður landsins um langt skeið. Árið 2017 settist hún í stjórn Bláa Lónsins, en í gegnum eignarhaldsfélagið Bogmanninn á hún tæplega þriggja prósenta hlut í Bláa Lóninu.
Guðlaugur og Ágústa fóru að stinga saman nefjum í kringum aldamótin en áður var Ágústa gift Hrafni Friðbjörnssyni líkamsræktarfrömuði.
Guðlaugur og Ágústa búa í veglegu einbýlishúsi í Grafarvoginum, með tvöföldum bílskúr.
Guðlaugur og Ágústa ferðast mikið, bæði innan- og utanlands á framandi slóðum, og því er hægt að fullyrða að staða utanríkisráðherra henti Guðlaugi einkar vel.
Heimili:
Logafold 48
197,3 fm
Fasteignamat: 62.900.000
Guðlaugur Þór Þórðarson:
Tekjublað DV 2018: 1.893.000 kr.
Ágústa Johnson:
Tekjublað DV 2018: 496.000 kr.