fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Hrefna Sætran – Staffinu boðið á fína veitingastaði erlendis

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. júní 2019 15:30

Byggði upp veldi Hrefna Sætran byrjaði sem óbreyttur kokkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið hefði getað byrjað betur hjá stjörnukokkinum og veitingastaðaeigandanum Hrefnu Rósu Sætran. En nýverið þurfti hún að loka Skelfiskmarkaðinum, sem hún opnaði í ágústmánuði í fyrra. Hrefna rekur enn þá tvo aðra veitingastaði, Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Hafa þeir verið tveir af allra best reknu stöðunum í miðbæ Reykjavíkur um margra ára skeið. Auk þess á fyrirtæki hennar hluta í barnum Skúla Craft Bar.

Fossagata 6
Heimili Hrefnu í Skerjafirðinum.

Hrefna, sem er 38 ára gömul, hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár. Hún hefur meðal annars stýrt matreiðsluþáttum, gefið út matreiðslubækur og eigin vörulínur. Þá hannar hún góðgerðarpítsu Domino’s sem vakið hefur mikla lukku. Hún byrjaði sem kokkur og byggði smám saman upp veldi sitt en erfiðasta hjallann hefur hún sagt hafa verið áhrif gossins í Eyjafjallajökli.

Hrefna býr með manni sínum, Birni Árnasyni ljósmyndara, í snotru einbýlishúsi í Skerjafirðinum. Gifting þeirra fór fram að ásatrúarsið. Eiga þau saman tvö börn og kött. Fluttu þau inn á neðri hæðina árið 2011 en árið 2017 keyptu þau þá efri líka.

Hluti af skýringu velgengni Grill- og Fiskmarkaðarins er kannski fólginn í því að vel er gert við starfsfólkið. Hrefna býður þeim stundum til útlanda, til dæmis til Lundúna, þar sem farið er á fína veitingastaði.

 

Heimili:

Fossagata 6

176,2 fm

Fasteignamat: 87.500.000 kr.

 

Hrefna Rósa Sætran:

Tekjublað DV 2018: 1.120.000 kr.

Ekki missa af DV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“