Ari Edwald og Gyða Dan Johansen giftu sig árið 2015 en fyrir átti hvort um sig þrjú börn með fyrrverandi mökum. Saman eignuðust þau dóttur árið 2012. Ari og Gyða hafa verið mjög áberandi í skemmtanalífinu undanfarin ár og ferðast mikið.
Ari og Gyða störfuðu áður saman hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Þar var Ari forstjóri og Gyða rekstrarfulltrúi. Árið 2015 tók Ari við stöðu forstjóra Mjólkursamsölunnar eftir áratug hjá 365 en hann var þar áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðstoðarmaður ráðherra og ritstjóri Viðskiptablaðsins.
Rúmu ári eftir að Ari söðlaði um keypti Gyða ásamt öðrum fjárfestum 90 prósent í Emmessís sem hefur aðsetur í sömu byggingu og Mjólkursamsalan. Varð fyrrverandi fjölmiðlaparið því sameinað á ný í mjólkurvörunum.
Ari og Gyða búa í glæsislegu einbýlishúsi í Garðabænum með tvöföldum bílskúr.
Heimili:
Einilundur 10
324,7 fm
Fasteignamat: 105.550.000 kr
Ari Edwald:
Tekjublað DV 2018: 3.636.000 kr