fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Hitnar undir Hatara – Hræddir við brottvísun og gæta orða sinna: „Þetta er of pólitísk spurning“

Fókus
Mánudaginn 13. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkar þátttaka í þessari keppni hefur öll farið samkvæmt áætlun en ég vil helst ekki svara neinum spurningum héðan í frá varðandi þetta mál,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, í samtali við ESC Denmark. Þar tekur hann fram að hljómsveitin geti ómögulega tjáð sig áfram opiðskátt um átökin sem ríkja á milli Ísraels og Palestínu og sé hættusvæði að dansa áfram á þeirri línu.

Þegar Hatari kom fram á fréttamannafundi í Tel Aviv í vikunni var fundinum slitið hið snarasta af ísraelskum fundarstjóra sem sagði að tíminn væri útrunninn. Þetta gerðist í kjölfar þess að Hatari var spurður um afstöðu hljómsveitarinnar til deilna Ísraels og Palestínu. „Við vonum auðvitað að hernámið endi svo fljótt sem verða má og að friður ríki.“ Var það eina sem Matthías náði að segja áður en hljómsveitin varð að yfirgefa sviðið. Þessi afstaða Hatara til stöðu mála í Ísrael og Palestínu og hreinskilni þeirra hefur heldur betur hrært upp í Eurovision þetta árið.

„Við dönsum á mjórri línu, það er enginn vafi um það,“ segja strákarnir í samtali við Eurovision-vefinn Wiwibloggs.

Meðlimir Hatara hafa áður gefið í skyn að ritskoðun hefur verið gegnumgangandi. Þeir segja í samtali við Wiwibloggs að þeir geti ekki svarað því þá verði þeim hent úr keppni. Þegar Klemens er spurður hvort hljómsveitin hafi fundið fyrir ritskoðun frá íraselskum sjónvarpsstöðvum og öðrum miðlum segir Klemens Nikulásson: „Augljóslega væri ég til í að gefa hreinskilið svar og vera sammála þér en þetta er of pólitísk spurning til að svara hreinskilnislega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað er skírdagur?

Hvað er skírdagur?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hroði ætlar að safna fyrir Barnaspítalann og vökudeild með keppni í Iron Man – „Draumurinn minn er að ég skilji eitthvað eftir mig“

Hroði ætlar að safna fyrir Barnaspítalann og vökudeild með keppni í Iron Man – „Draumurinn minn er að ég skilji eitthvað eftir mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast