fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025

Yfirheyrslan: Þráinn Árni Baldvinsson – „Jinxum það ekki með því að tala um það“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. maí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari í þungarokkssveitinni Skálmöld sem slegið hefur í gegn, bæði hérlendis og utan landsteinanna. Hann er 42 ára Þingeyingur og tónlistarkennari og rekur nú sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, í Norðlingaholti. DV tók Þráin Árna í yfirheyrslu.

 

Hjúskaparstaða og börn?

Giftur, tveggja barna faðir í úthverfi.

 

Fyrsta atvinnan?

Ég var handlangari hjá Stebba á Rein, það var góður skóli. Ég er reyndar alinn upp í sveit og var byrjaður að vinna almenn sveitastörf frekar ungur, þannig að kannski má segja að það hafi verið fyrsta atvinnan.

 

Skemmtilegasta giggið?

Skálmöld og Sinfó var allt í lagi gigg, en hestamannaballið með Sigurði Hallmars er ofarlega í huga. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera og Sigurður vildi ekkert æfa fyrir giggið. Hann bara sótti mig og við spiluðum.

 

Safnar þú einhverju?

Já. Ég hendi helst engu en veikleikinn er tónlist, ég er vínylnörd, safna vínylplötum, já og gíturum. Það vantar alltaf einn gítar í viðbót.

 

Mannkostir þínir?

Ég er frekar seinþreyttur til vandræða og þolinmóður.

 

En lestir?

Er ögn athyglisbrostinn og segi mjög sjaldan nei við fólk og er þar af leiðandi oft kominn með of mörg járn í eldinn. Þetta reddast, er það ekki?

 

Áttu gæludýr?

Nei.

 

Fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem þú kaust?

Fyrst kaus ég Framsókn en svo þroskaðist ég. Áfram Kata Jak.

 

Ertu góður dansari?

Afleitur dansari. Afleitur.

 

Hefur þú farið á matarkúr?

Það held ég ekki, en ég hef lesið mikið um alls konar matarkúra og orðið mjög þreyttur og síðan svangur. Svona lagað á líklega ekki við mig.

 

Áttu einhverja sakbitna sælu?

Ég er stoltur af öllum mínum sælum.

 

Bók eða bíómynd?

Elska bæði bækur og bíómyndir, annað er ekki hægt. Ég les alls konar nördadót, sagnfræði og tónlistarsögu. Svo horfi ég endalaust á stríðsmyndir og heimildamyndir um stríð.

 

Tekur þú þátt í lottói?

Stundum.

 

Hvað er mikilvægast í lífinu?

Að hafa gaman er mikilvægast, í fjölskyldulífi, áhugamálum og vinnu.

 

Ertu hjátrúarfullur?

Það minnkar nú eftir því sem ég eldist, ég var voðalegur en nú er allt á réttri leið. En jinxum það ekki með því að tala um það.

 

Hefur þú farið á sjó?

Ég var leiðsögumaður á hvalaskoðunarskipinu Eldingu í eitt sumar, telst það með? Ef ekki, þá nei, hef líklega aldrei gert gagn á sjó.

 

Leiðinlegasta húsverkið?

Allt verður betra með tónlist. Þess vegna er best að hlusta bara á góða tónlist á meðan maður þrífur og tekur til.

 

Star Wars eða Stark Trek?

Star Wars, alltaf Star Wars. Star Trek er fínt en Star Wars er best. Langbest.

 

Eitthvað að lokum?

Verum góð hvert við annað, þá líður okkur öllum betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líður loksins vel eftir martröðina á Old Trafford

Líður loksins vel eftir martröðina á Old Trafford
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“

Eigandinn tjáir sig um ógnandi menn sem halda til í þvottahúsinu við Grettisgötu – „Þetta kemur í bylgjum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United vill „næsta Haaland“

Manchester United vill „næsta Haaland“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enginn vildi koma í viðtal til Stefáns Einars

Enginn vildi koma í viðtal til Stefáns Einars
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Inga með glaðning fyrir katta- og hundaeigendur

Inga með glaðning fyrir katta- og hundaeigendur