fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

Ólafur Darri áberandi í morðgátu með Adam Sandler – Sjáðu stikluna

Fókus
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með eitt hlutverk í glænýrri gamanmynd frá Netflix með stórstjörnunum Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum.

Myndin ber heitið Murder Mystery og segir frá lögreglumanni og kærustu hans sem fara í langþráð frí til Evrópu. Þegar þangað er komið flækjast þau í kostulega og heldur óvenjulega morðgátu þar sem bæði liggja undir grun.

Nú má sjá stiklu fyrir umrædda mynd og fara góðkunnir leikarar með önnur hlutverk á borð við David Walliams, Terence Stamp, Gemmu Arterton og Luke Evans með önnur hlutverk ásamt Ólafi.

Lenti ekki á klippigólfinu

Tökur á myndinni áttu sér stað í Montreal í fyrrasumar og þegar DV náði þá tali af Ólafi sagðist hann ætla að bíða og sjá hvort hann yrði klipptur út úr myndinni eða ekki. Af sýnishornunum að dæma er ljóst að Íslendingurinn hafi ekki lent á klippigólfinu enda áberandi í stiklunni.

Um er að ræða sjöttu kvikmyndina sem grínarinn Adam Sandler vinnur að í samstarfi við streymiveituna en má þess einnig geta að þau Aniston léku áður saman í myndinni Just Go with It frá árinu 2011.

Murder Mystery lendir á Netflix þann 14. júní og má sýnishornið sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aðalliðið niðurlægt af unglingunum og fengu ekkert frí

Aðalliðið niðurlægt af unglingunum og fengu ekkert frí
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“