fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Yfirheyrslan: Edda Sif Pálsdóttir

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 27. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir sló í gegn sem íþróttafréttamaður hjá RÚV. Síðan hefur hún tekið að sér ýmis verkefni og dagskrárgerð hjá RÚV. Til dæmis í Landanum og sem stigakynnir í Eurovision. DV tók Eddu Sif í yfirheyrslu.

 

Hjúskaparstaða og börn?

Í sambúð með Vilhjálmi Siggeirssyni og hundinum okkar Fróða.

 

Fyrsta atvinnan?

Fyrir utan hefðbundna unglingavinnu var það umhirða í kirkjugarðinum við Garðakirkju. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kirkjugörðum og þessi er einn sá fallegasti á landinu. Samhliða þessu seldi ég svo föt í 17.

 

Skemmtilegast að gera?

Að ferðast, bæði innanlands og utan með góðu fólki og Fróða. Mér líður hvergi betur en í fríi uppi í bústað eða úti í Eyjum þó að mér finnist reyndar mjög gott að vera heima líka.

 

En leiðinlegast?

Að standa í tilgangslausu veseni eða leiðindum.

 

Trúir þú á drauga?

Njahh…

 

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Að halda í gleðina eins lengi og maður mögulega getur.

 

Hver myndi leika þig í kvikmynd?

Anna Svava er held ég eina manneskjan sem hefur leikið mig, í áramótaskaupi. Ég veit það ekki, einhver klaufsk og lappastutt með stóran munn.

 

Hefur þú fallið á prófi?

Ég átti alltaf frekar auðvelt með að læra og útskrifaðist til dæmis sem stúdent á þremur árum með 9,69 í meðaleinkunn. Bílprófið hins vegar, maður minn! Ég féll eins naumlega og hægt var fyrst þegar ég tók bóklega prófið, skítféll svo vikuna eftir og leið hrikalega asnalega þegar ég mætti þriðju vikuna í röð! En þá kom þetta. Ég vil kenna því um að ég fór aldrei í æfingaakstur svo skilningurinn var frekar takmarkaður.

 

Mannkostir þínir?

Ég spurði Villa og hann sagði að ég væri réttsýn, góð, dugleg, ráðagóð og hörð af mér. Takið þessu með fyrirvara, ég var nýbúin að gefa honum mjög góða afmælisgjöf.

 

En lestir?

Ég er alveg svakalega klaufsk, brákaði til dæmis á mér höfuðkúpuna við að standa upp af klósetti og reka mig upp undir handþurrku. Ég er líka rosalega meðvirk en það stendur til bóta.

 

Fyrsti bíllinn?

VW Golf. Ég klæddi mig í dragt þegar ég fór og keypti þann bíl, því það er mikilvægt að klæða sig upp í hlutverkið. Ég prúttaði, staðgreiddi og bílasalinn bauð mér svo vinnu.

 

Leiðinlegasta húsverkið?

Að setja á rúmin. En verðlaunin eru reyndar fín, því það er fátt betra en að leggjast í hreint rúm. Viðurkenni þó að Villi sér yfirleitt um þetta.

 

Besta bók sem þú hefur lesið?

Æi, ég man það ekki en mun pottþétt muna það um leið og þessari yfirheyrslu lýkur. Annars hlusta ég mun meira á „podköst“ þessa dagana. Og jú, svo hlustaði ég á Ásdísi Höllu lesa bókina sína Tvísögu, það var frekar magnað.

 

Uppáhaldsíþróttalið á Íslandi?

ÍBV. Það er ótrúlegt að félag frá svona litlum stað eigi svona sterk lið í mörgum greinum. Og afreksfólk og þjálfara.

 

Ertu A- eða B-manneskja?

B. Það á alls ekki vel við mig að vakna mjög snemma.

 

Hver er fyrirmynd þín í lífinu?

Ég á ekki beint neina eina fyrirmynd held ég, en ég lít upp til og læri af vinum mínum, fjölskyldu, samstarfsfólki og bara alls konar fólki á hverjum degi. Svo eru tengdaforeldrar mínir alveg sérstaklega gott fólk sem ég held að sé það mikilvægasta að vera í lífinu.

 

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?

Ég held að það sé aðeins of þungt fyrir þessa yfirheyrslu.

 

Eitthvað að lokum?

Gleðilegt sumar! Og munið að vera létt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“