Eingiftur og við hjónin eigum þrjá stráka. Ég kann ekki að búa til stelpur.
Það var verkamannavinna hjá Álverinu í Straumsvík. Ég var þar nokkur sumur.
Ég er sérstakur áhugamaður um gamla bíla. Er það ekki bifreiðaíþrótt? Hef skotið handbolta, fyrir svona 35 árum eða svo, en hitti ekki á markið.
Brimkló, Ríó Tríó, Spilverk þjóðanna, Savannatríóið og fleira í þeim dúr.
Ég var svo heppinn að hafa í háskólanámi mínu blandað saman jarðvísindum og veðurfræði og hef því mjög næringarríka sýn á náttúruna hvar sem ég er og það ótrúlega skemmtilegt, eiginlega ólýsanlega skemmtilegt. Pólitíkin er líka skemmtileg. Gaman að geta haft bein áhrif á hvernig samfélagið sem maður býr í þróast áfram. Pólitíkin er samt heldur þyngri, svona almennt séð.
Þættir sem sýna náttúru Íslands samtvinnaða við lífið í landinu. Náttúruvísindaþættir af ýmsum toga. Þar á eftir kemur fréttatengt efni.
Ég gerði það afdráttarlaust sem krakki, en með árunum hefur sú trú dvínað allsvakalega. Ég þarf greinilega að fá einhverja vitjun svo snúa megi þessu við.
Kettir geta verið yndislegir. Mýs síður. Þannig að ég segi Tommi.
Ég er mikill fjölskyldumaður og vil helst að fjölskyldan sé sem mest saman. Held að það megi flokka það sem mannkosti.
Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður. Það gerist sjaldan sem betur fer.
Það er mjög misjafnt. Virka daga um klukkan 7.30 til 9.00. Um helgar sef ég lengur. Var A-maður framan af ævi en myndi flokkast B-maður í dag.
Það var ráð frá föður mínum að byrja aldrei að reykja. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það. Mörg ráð sem hann hefur gefið mér hafa reynst heilladrjúg. Svo er konan mín enn að ala mig upp og gefa mér góð ráð. Til dæmis að þvo buxur á röngunni. Búinn að ná því. Þvo baðkarið eftir notkun. Búinn að ná því.
Til Noregs með Sigga afa og Borgu ömmu. Afi var skipstjóri á millilandaskipum og ég pjakkurinn fékk að fara með. Það var Bodø í Noregi sjö ára gamall.
Þetta tengi ég nú við veðurfræðina frekar en geðslag. Hæðin er miklu miklu betri. Miklu betra veður, sólríkara og þurrara. Ég vil fleiri hæðir í mitt líf.
Ford Cortina, árgerð 1976, kremgul. Verst þegar ég lenti í því að halda á gírstönginni í höndinni á ljósastýrðum gatnamótum í töluverðri umferð. Neyðarlegt. Gott að vera ekki Siggi stormur þá.
Það er einsýnt. Danny DeVito. Hann hefur allavega hæðina og þyngdina í hlutverkið en kannski aðeins of gamall … eða Dustin Hoffman að leika veðurfræðing. Hoffmann hefur líka hæðina til að bera og getur verið alvarlegur sem þarf þegar maður er að búa til veðurspár í aðdraganda storms.
Sjálfstæðisflokkurinn. Ég var mjög virkur þar.
Núna þegar ég er orðinn 52 ára er að brjótast fram í mér ógurlegur áhugi á ættfræði. Ég átti afa sem hvarf af skipi sínu Belgaum við Grimsby á Englandi 1929 og fannst aldrei svo vitað sé. Mig langar mikið að komast að því hvort hann hafi einhvern tímann fundist. En veit ekkert hvernig ég á að snúa mér í því! Er ekki allt hægt í dag??
Jú, svo elska ég konuna mína, Hólmfríði Þórisdóttur, óstjórnlega.