Hið nýja útlit Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, hefur vakið verðskuldaða athygli. Ekki er loku skotið fyrir að hann hafi sótt innblástur í kvikmyndina Bohemian Rhapsody sem fjallar um feril bresku rokkhljómsveitarinnar Queen.
Aðaláherslan í myndinni er lögð á söngvara og forsprakka sveitarinnar, Freddie Mercury, sem átti litríka og viðburðaríka ævi. Flestir eru sammála um að Mercury hafi verið einn besti söngvari rokksögunnar.
Það yfirvaraskegg sem Hjálmar nú skartar gerir að verkum að hann líkist Mercury eins og hann leit út á níunda áratug síðustu aldar.