Eins og lesendur DV vita er skoski stórleikarinn og sjarmörinn Gerard Butler búinn að halda til á Íslandi frá því fyrir áramót.
Hann virðist vera í toppgír og sást til hans á Tapasbarnum í gærkvöldi þar sem hann snæddi með vinum. Kvöldinu lauk ekki hjá honum eftir þá máltíð þar sem kappinn endaði í karaókípartýi á Sæta svíninu og samkvæmt heimildum DV var Íslandsvinurinn Butler í fantastuði með viðstöddum.