fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Eyjólfur Kristjánsson: Stoltur af að hafa ekki bugast

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 7. september 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson, eða Eyfi eins og hann er gjarnan kallaður, var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á níunda og tíunda áratugnum þegar hann lék með Bítlavinafélaginu og söng fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hann stendur núna á tímamótum og heldur stórtónleika Háskólabíói. Eyjólfur ræddi við DV um ferilinn, dekur í æsku, frægðina sem fór úr böndunum og gjaldþrotið í kjölfar bankahrunsins.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Stökkbreytt lán og gjaldþrot

Eyjólfur hefur áður sagt frá fjárhagserfiðleikum í viðtölum og árið 2015 lenti hann í gjaldþroti. Það var vegna húsnæðisláns sem rauk upp úr öllu valdi í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Eyjólfur segir þetta þó ekki hafa verið eins slæmt og margir halda.

„Ég var svo óheppinn að hafa ekki tekið erlent lán fyrir hrunið, heldur tók ég venjulegt íslenskt verðtryggt lán. Þetta stökkbreyttist í hruninu og það var alveg sama hvað maður borgaði inn á þetta, það hækkaði stöðugt. Ég hefði getað haldið áfram að borga en vildi það ekki því þetta var eins og að vera í fangelsi. Af því að við konan mín skulduðum engum úti í bæ heldur aðeins bönkunum, sem fóru kollhnís í hruninu, þá létum við þetta bara gossa. Húsið fór og við byrjuðum upp á nýtt og okkur hefur aldrei liðið betur.“

Varstu reiður út í bankana og stjórnvöld eftir hrunið?

„Kannski ekki reiður, heldur frekar svolítið argur. Það var ótrúlegt hvað stjórnendur bankanna föllnu létu út úr sér eftir hrunið og að sjá hrokann í þeim. Eftir að fjölda margir höfðu misst allar sínar eigur og sumir höfðu svipt sig lífi.“

Mættir þú á mótmæli?

„Nei, það gerði ég aldrei. Ég skrifaði kannski einhverjar færslur á Facebook en stillti mig alltaf og málið er að þessi tíu ár eftir hrunið hafa líklega verið mín bestu ár. Við ákváðum að hætta borga en við vorum ekki blönk.“

Eyjólfur segir að bankarnir hafi fengið sitt og vel það þrátt fyrir þetta.

„Þetta var 42 milljóna króna lán og við borguðum 12 milljónir inn á það á sex árum. Húsið sem þeir fengu var metið á 60 milljónir. Lánið var komið upp í 70 eða 80 milljónir þegar við ákváðum þetta og þegar gjaldþrotið varð var skuldin komin upp í 114 milljónir. Þetta var tómt rugl og lítið annað að gera en að hlæja að þessu,“ segir Eyjólfur.

Tannhvíttun og nýtt lag

Eyfi hefur vakið nokkra athygli undanfarið fyrir nýtt starf sitt við tannhvíttun. Eiginkona hans, Sandra Lárusdóttir, rekur vinsæla meðferðarstofu í Kópavogi sem ber nafnið Heilsa og útlit. Hún hafði verið með það í maganum að bæta tannhvíttun í flóruna en vantaði starfsmann og spurði Eyjólf hvort hann vildi taka það að sér.

„Mér fannst þetta svolítið fríkuð hugmynd en ákvað að slá til. Þetta sýnir hversu lífið er síbreytilegt og skemmtilegt. Ég fór til Englands og lærði þessi fræði og útskrifaðist með diplóma sem tannhvíttunarfræðingur,“ segir Eyjólfur glaður í bragði. „Síðan þá hef ég starfað við þetta og líkar vel. Það er nóg að gera í þessum bransa.“

Er þetta einhvers konar æði hjá landanum?

„Ég veit það ekki en fólk vill hafa bjartara bros og það er ekkert að því. Við erum ekki með sterk efni og það er ekkert hættulegt við þetta. Í náminu var lögð mikil áhersla á hreinlæti og þess vegna klæðist ég hvítum slopp við þetta. Ég er samt enginn tannlæknir,“ segir Eyjólfur kátur.

Verða tónleikarnir í Háskólabíói kveðjutónleikar?

„Alls ekki. Langflestir tónleikarnir sem ég kem fram á eru í óauglýstum einkasamkvæmum og ég kem sjaldnast fram þar sem hver sem er getur mætt. Ég er meira að segja að senda frá mér nýtt lag sem kemur út á næstu dögum á safnplötu og þarf að rjúka núna beint í hljóðver til að taka upp.“

Hverju ertu stoltastur af?

„Að ná fótfestu í lífinu og bugast ekki. Það er ýmislegt sem ég hefði viljað getað gert öðruvísi ef ég fengi að lifa aftur upp á nýtt. Þessi tími þegar frægðin var hvað mest hefði alveg getað farið með mig en gerði það ekki og ég er stoltur af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið