fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

70 manns gengu á Úlfarsfell í styrktarátaki gegn ofneyslu fíkniefna – „Sólin skín með okkur, fólk er að standa með okkur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. september 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 70 manns gengu á Úlfarsfell í gær til minningar um þá sem fallið hafa frá af völdum ofneyslu fíkniefna og lyfja. Það eru aðstandendur Minningarsjóðs Einars Darra sem áttu frumkvæðið að göngunni og er hún sú fyrsta af nokkrum sem farnar verða í vetur. 

Göngustjóri í gær var Elísabet Pálmadóttir og voru allir velkomnir með í gönguna, sem og aðrar göngur sem verða skipulagðar í kjölfarið, en um er ræða langtíma styrktarátak þar sem gengið verður á flesta fjallstinda Íslands.

„Þetta er fyrsta gangan þannig að þó svo að Úlfarsfell sé lítið fell þá toppuðum við það í dag,“ sagði Elísabet í fréttum Stöðvar 2 í gær.

[videopress yrFLiIeM]

Bleikum fána var flaggað á toppi Úlfarsfells, en þrír fánar eru á leiðinni erlendis þar sem þeim verður flaggað í erlendum fjöllum: einn er á leið til Ástralíu, annar til Spánar og þriðji í ítölsku alpanna.

„Við ætlum bæði á hæstu tinda landsins og líka í léttari göngur og allir eru velkomnir með,“ segir Elísabet.

Veðrið lék við göngufólk og hunda.

„Sólin skín með okkur, fólk er að standa með okkur og við gætum ekki verið þakklátari, bara takk allir,“ sagði Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra.

Hjalti Þór Pálmason tók myndir og myndband í göngunni.

Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja, hann var aðeins 18 ára, fæddur 10. febrúar 2000. Í kjölfarið stofnaði fjölskylda Einars Darra  minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda. Bleiku armböndin með áletruninni Ég á bara eitt líf, Bleika hjörðin í Reykjavíkurmaraþoninu, bleikar peysur, húfur og fleira hafa verið áberandi í umræðunni í sumar. Bleiki liturinn var valinn þar sem hann var uppáhalds litur Einars Darra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna