fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Móðir annars piltsins sem var myrtur í Glerá: „Ég hef aldrei borið kala til Ara“

Óðinn Svan Óðinsson
Laugardaginn 22. september 2018 17:00

Mynd: Auðunn Níelsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Austfjörð Bragadóttir er móðir Hartmanns Hermannssonar sem lést þann 2. maí árið 1990. Hún tjáir sig um lífið og tilveruna eftir morðið í einlægu viðtali, en hún segist hafa þurft að berjast við kerfið allt frá því að sonur hennar var myrtur. 

Þetta er brot af ítarlegu viðtali við Sólveigu í DV sem kom föstudaginn 21. september.

Dagurinn örlagaríki

Móðir Hartmanns, Sólveig Austfjörð Bragadóttir, er búsett í lítilli verbúð við Óseyri á Akureyri. Það tekur á hana að rifja upp atvikið sem breytti lífi hennar 2. maí árið 1990. „Þennan morgun kvaddi Hartmann minn mig einstaklega vel með kossi og knúsi. Ætli það hafi svo ekki verið um 10 eða 11 leytið um morguninn sem hringt var úr skólanum og spurt hvort ég viti um drenginn minn. Þá strax var hafin leit og ég kannaði hina og þessa staði sem mér datt í hug að hann gæti verið á. Það kom svo mjög fljótlega í ljós að hann hafði lent í Glerá. Ég var á staðnum þegar þeir fundu hann í ánni en fékk ekki að sjá hann þar sem pabbi minn fór með mig heim,“ segir Sólveig en um leið og drengurinn fannst beindust spjótin að Ara.

„Það kom fljótlega í ljós að Ari hafði útbúið ratleik sem miðaði að því að hann færi með Hartmann niður að Glerá. Hann útbjó þennan ratleik gagngert til þess að fara með hann niður að á og henda honum út í.“

Sólveig segist aldrei hafa borið kala til Ara en segist reið fólkinu sem átti að passa bæði hann og drenginn hennar. Þeir voru saman í lokuðum skóla sem starfræktur var á þessum tíma undir nafninu Brattahlíð. Skólinn var lítill og var ætlaður börnum sem þurftu sérstaka aðstoð.

„Þetta var lokaður skóli sem var hugsaður fyrir krakka sem áttu eitthvað erfitt, þar sem börn áttu að vera sérstaklega pössuð. Minn drengur var með ADHD og skólinn sem hann var í fyrsta árið vildi ekki hafa hann inni hjá sér. Ég man að sumarið eftir fyrsta bekk gengu skólayfirvöld mjög hart að mér að setja Hartmann í þennan skóla. Einhvern veginn fannst mér alltaf eins og hann ætti ekki að fara í hann og ég neitaði því alltaf, en það endaði með því að ég gaf mig, sem ég hafði aldrei átt að gera,“ segir Sólveig.

Hún veltir því upp hvers vegna þeir sem stóðu að skólanum og höfðu það að atvinnu að passa drengina hafi ekki verið dregnir til ábyrgðar á sínum tíma. „Hvar er réttlætið? Af hverju var ekki réttað yfir fólkinu sem bar ábyrgð á þessu? Ég er ekki að tala um Ara, hann var veikur krakki. Ég hef aldrei borið kala til Ara, hef ekki getað réttlætt til það. Ég ber reyndar heldur ekkert kala til þessa fólks, þetta fólk hefur örugglega verið mjög hrætt alla ævi, að vera með morð á samviskunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone