fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Af Alþingi í kynleiðréttingu: „Að þykjast að vera karlmaður hefur valdið mér mikilli eymd í gegnum tíðina“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. ágúst 2018 17:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2007 markaði hin bandaríska Andie Fontaine tímamót þegar hán var fyrsti innflytjandinn til að taka sæti á Alþingi. Hán fæddist sem Paul Fontaine en tók upp nafnið Nikolov þegar hán gifti sig. Í sumar braut Andie annan múr þegar hán tilkynnti að að kynleiðréttingarferli væri að hefjast. DV ræddi við Andie um uppvöxtinn í Baltimore, innflytjendamál, veruna á Alþingi og leiðréttinguna.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Manaði sig í pils og öllum var sama

Í sumar vakti Andie athygli þegar hán tilkynnti að kynleiðréttingarferli háns væri að hefjast og hán vonaðist að hormónagjöf gæti hafist bráðum en hán verður þá fyrsta transmanneskjan til að hafa setið á Alþingi. Einnig skilgreinir hán sig sem kynsegin manneskju, eða non-binary. Andie segist hafa fundið fyrir kvenleika sínum frá barnæsku en á áttunda og níunda áratugnum var þetta ekki rætt. Andie hefur ávallt litið bæði á sig sem karl og konu. Hán segir:

„Að þykjast að vera karlmaður hefur valdið mér mikilli eymd í gegnum tíðina og ég þurfti að neita mér um að þessi helmingur af mér væri til. Vegna þessa fannst mér karllega hliðin af mér sífellt óþægilegri og var farin að hata hana vegna vanlíðunar minnar.“

Ræddir þú við einhvern um þetta?

„Já, ég ræddi við fólk og viðbrögðin voru yfirleitt á sama veg, að ég væri ekki dæmigerður karlmaður, eða kvenlegur karlmaður. Þetta hjálpaði hins vegar ekki og ég varð sífellt þreyttari á því að vera vansæll og óheiðarlegur gagnvart mínum nánustu.“

Hvernig brást fólk við þegar þú tilkynntir að kynleiðréttingarferlið væri hafið?

„Mjög vel. Ég hef fengið fullt af hamingjuóskum í skilaboðum frá fólki og fjölskyldan hefur einnig stutt mig. Pabbi minn, sem er að nálgast sjötugt, er nú að lesa sér til um kynsegin málefni, og mér finnst það frábært. Á Hinsegin dögum fór ég í fyrsta skiptið út á meðal fólks í pilsi til að sýna mína kvenlegu hlið opinberlega. Það var reyndar nokkuð fyndin reynsla,“ segir Andie og hlær. „Ég þurfti að safna kjarki til að gera þetta og bjóst við því allra versta. Ég klæddi mig í pilsið, sokkabuxur og kvenlegan topp og arkaði niður í bæ … og öllum var skítsama.“

Andie segist þó ekki hafa verið alveg laus við áreiti vegna þessa því að eftir að hán skrifaði um leiðréttingarferlið á vef Reykjavík Grapevine og Stundin gerði frétt upp úr því, skrifaði Jón Valur Jensson, frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, athugasemd við fréttina þar sem hann minntist á dóttur Andie og notaði gamla nafn háns, Paul. Andie segir slík ummæli vissulega truflandi en komandi úr þessari átt séu þau í raun fyrirsjáanleg.

„Ég er í raun ekki að segja neitt nýtt varðandi málefni transfólks. Ég er að segja það sama og til dæmis Alda Villiljós og Ugla Stefanía hafa verið að segja,“ segir Andie.

Hvað varðar leiðréttingarferlið sjálft þá telur Andie Íslendinga vera að fara rangt að. Ólíkt því sem gerist til dæmis í San Francisco þá þurfa umsækjendur að fara í gegnum svokallað undirbúningsferli hjá teymi sem geðlæknirinn Óttar Guðmundsson stýrir.

„Bæði transkonur og transmenn lýsa sömu reynslu af þessu. Að þurfa að segja þessum manni hvaða nærfatnað þau nota, hvaða kynlífsstellingar þeim líkar við og fleira í þeim dúr. Í sex til átján mánuði þarf fólk að lifa eins og það kyn sem það valdi sér. Það er eitthvað verulega að þessari hugsun því hlutir eins og hárgreiðsla, farði, fatnaður og fleira hefur ekkert með kyn að gera.“

Hán nefnir einnig að kynleiðréttingarferli sé sérstaklega flókið fyrir innflytjendur sem þurfi að fá nýtt kyn sitt skráð í heimalandinu áður en það er hægt að breyta því hér. Þessar hindranir gagnist engum. Sjálfur er Andie hins vegar mjög ánægð með að vera byrjuð á ferlinu.

Ertu frjáls núna?

„Mun frjálsari og mun ánægðari. En ég held enn þá niðri í mér andanum og bíð eftir bakslaginu. Viðbrögðin hafa verið svo jákvæð að mér finnst þetta of gott til að vera satt. Það hlýtur einhver að reyna að gera líf mitt að pínu út af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“