fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Steinunn ræktar íslenska hesta í San Diego: Hrifin af Donald Trump

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Sædal er ein af þeim fáu Íslendingum sem þekkja hernað af eigin raun en hún barðist með landgöngudeild Bandaríkjahers í stríðinu í Írak sem braust út árið 2003. Steinunn var þá einstæð móðir og fór samtals tvo túra í þennan mikla hildarleik. Í seinni ferðinni lenti hún í sprengjuárás og er enn að kljást við meiðslin sem hún hlaut, líkamleg og andleg. Kristinn ræddi við Steinunni sem nú ræktar íslenska hesta í San Diego.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Hrifin af Trump

Steinunn hefur séð marga hermenn koma heim með áfallstreituröskun. Hún segir að lengi hafi illa verið haldið utan um þennan hóp af stjórnvöldum en það sé að breytast til betri vegar. Helsta ástæðan fyrir því er tilkoma Donalds Trump í forsetastólinn og er hún dyggur stuðningsmaður hans.

Af hverju ertu svona hrifin af Trump?

„Af því að hann er nógu klikkaður til þess að hræða þessa rugludalla sem stjórna í einræðisríkjum. Íslendingar skilja þetta ekki, Ísland er herlaust land sem aldrei er ráðist á.“

Er mikill stuðningur við hann þarna á svæðinu í kringum þig?

„Já og nei,“ segir Steinunn og hlær. „Allir vinir mínir hér styðja Trump nema Ruth, systir mín, og íslensk vinkona sem heitir Solla. En þær hafa ekki farið í stríð. Að hafa forseta sem er sterkur leiðtogi og tekur slaginn fyrir bæði lögregluna og herinn er ákaflega mikilvægt.“

Steinunn hitnar öll þegar forveri hans Obama berst í tal.

„Obama var aldrei tilbúinn til að taka upp hanskann fyrir lögregluna, sérstaklega þegar uppþot urðu. Hann var algjör aumingi og lét Bandaríkin líta út fyrir að vera veikari en þau eru. Í hans tíð snerist allt um málefni svartra og það spruttu upp kynþáttafordómar vegna þess. Í dag eru allir sem styðja Trump brennimerktir sem rasistar.“

Langar aftur til Íslands

Þrátt fyrir miklar sveiflur í lífi Steinunnar hefur eitt aldrei horfið, en það er ástin á hestum og sérstaklega íslenskum hestum. Eins og áður var sagt ræktar hún og temur hesta í nágrenni við San Diego.

„Það sem mig langar að gera fyrr en seinna er að flytja til Arizona-fylkis. Þar er staður upp í fjöllunum sem heitir Prescott, ofboðslega fallegur og með veðri allra árstíða. Mig langar til að vera þar með íslenska hesta og stofna góðgerðasamtök fyrir fyrrverandi hermenn með áfallastreituröskun og fjölskyldur þeirra. Mig langar til að hjálpa, því að þetta er svo erfiður sjúkdómur og hjalli að komast yfir. Það er sagt að á 21 sekúndu fresti svipti bandarískur hermaður sig lífi vegna hans. Maður upplifir sínar verstu stundir aftur og aftur og aftur. Það hefur hjálpað mér mikið að vera úti með hestunum og mig langar til að gera eitthvað gott fyrir aðra í sömu stöðu.“

Eru Bandaríkjamenn hrifnir af íslenska hestinum?

„Þeir elska íslensku hestana. Þeir eru svo sterkir, flottir, dyggir og með þessa einstöku gangtegund, töltið. Þú gætir selt truntu hérna úti fyrir morðfé. En margir eru að temja íslenska hesta á rangan hátt hérna.“

Núna er Steinunn með stóðhest sem heitir Víkingur og hryssu sem heitir Fjóla og hyggst hún rækta undan þeim. Síðan er hún með arabískan blending sem heitir Lúsífer. Dýraástin er þó ekki bundin við hesta eingöngu því auk þess á hún þrjá hunda, Skessu, Pjöllu og Clumsy sem einnig hafa hjálpað henni að komast út úr sínum vandræðum. Hún kallar þá meðferðarhundana sína. Við þetta dýrasafn bætist páfagaukurinn Benji sem kann að tala.

Stefnir þú á að flytja einhvern tímann aftur heim til Íslands?

„Mig langar mikið til að koma aftur heim en ég gæti aldrei búið of langt frá dætrum mínum. Við erum að safna fé til að koma í heimsókn og hitta alla fjölskylduna. Ég hef ekki komið til Íslands síðan árið 2000 og það er fjöldinn allur af frændum og frænkum sem ég hef aldrei séð. Ég bið svo innilega að heilsa öllum sem ég þekki heima og ég elska ykkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“