fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

„Þetta var einhver skyndihugdetta“ – Karl segir meiri óvissu fylgja nýja starfinu en bankanum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 10:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Óttar Pétursson söðlar um um næstu mánaðamót þegar hann yfirgefur krefjandi starf til margra ára sem forstöðumaður lögfræðideildar Arion banka og flytur þvert yfir landið og tekur við sem nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í viðtali við blaðamann DV ræðir hann gamla og nýja starfið, gutlið sem varð að pönkhljómsveit, rokkhátíðina Eistnaflug, sem hann tók þátt í að skapa og bjarga frá gjaldþroti, og þunglyndið, sem hann glímdi við frá barnæsku en reyndist vera kvíði, kvíði sem fylgir honum alla tíð, en hamlar honum hvorki í leik né starfi.

Ljósmynd: DV/Hanna

„Þetta var einhver skyndihugdetta,“ svarar Karl, aðspurður af hverju hann, fæddur og uppalinn Reykvíkingur, sótti um bæjarstjórastöðu í Fjarðabyggð. „Það var reyndar búið að nefna þetta við mig og ég var búinn að vera mikið fyrir austan að skipuleggja og bjarga Eistnaflugi, sem fór tæknilega séð á hausinn í fyrra. Ég var ekkert að hugsa um að skipta um starf, en ég ræddi þetta við konuna mína sem fannst þetta sniðug hugmynd, þannig að ég sótti um rétt áður en umsóknarfresturinn rann út.“

Umsókn Karls var sýndur mikill áhugi, ferlið gekk hratt fyrir sig og var honum boðin staðan. „Þetta er fyrsta bæjarstjórastaðan sem ég sæki um,“ segir hann og hlær. „Þegar maður tekur svona ákvörðun, er maður þá ekki búinn að hugsa í undirmeðvitundinni að breyta til? Það er eitthvað sem gerir það að verkum að maður stekkur til. Núna erum við konan bara að skoða fasteignir fyrir austan á netinu.“

Karl er búinn að vinna hjá Arion banka og forverum hans í 14 ár og alla tíð í erfiðustu málunum, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum og sem forstöðumaður lögfræðideildar frá árinu 2007. „Ég er búinn að vera stjórnandi mjög lengi,“ segir Karl og bætir við að meiri óvissa fylgi nýja starfinu en að vera í bankanum, enda ráðningartíminn sá sami og sveitarstjórnarinnar, fjögur ár. „En maður er orðinn það gamall að það er svona síðasti séns að breyta til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni