fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gunnar Örn gítarsmiður vekur athygli fyrir einstaka hönnun og aðferð við gítarsmíði

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. júlí 2018 18:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn Gunnar Örn Sigurðsson hefur lifað og hræst í gítarheiminum í fjölda ára. Í dag er hann fyrst og fremst þekktur, bæði hér heima og erlendis, sem gítarsmiður sem skapað hefur sinn eigin einstaka stíl, þar sem hann sækir innblástur í arfleifð okkar, víkingatímann. Við gítarsmíðina dýfir hann gítörunum í hveri og hefur sú aðferð hans við smíðina vakið mikla athygli.

Í Brautarholti er verkstæði Gunnars þar sem marga merkilega gítara og gripi er að finna og segir Gunnar að því meiri óreiða sem sé á dótinu því fleiri ferðamenn reki inn nefið. Þar bæði smíðar hann eigin gítara undir nafni Örn Custom Guitars og sinnir einnig gítarviðgerðum.

En hvort skyldi hafa komið á undan, gítarleikurinn eða smíðin? „Þegar ég byrjaði að spila þá fór ég strax að fikta og breyta gítörunum. Mér áskotnaðist til dæmis til dæmis rafmagnsgítar eftir einhverjum leiðum, sem ég man ekki í dag, og heima var til lampaútvarp, sem ég gat stungið snúru í og magnað upp kassagítar,“ segir Gunnar um leið og hann gerir við gítar á borðinu, en hann hefur unnið við gítarsmíðina frá árinu 2000.

„Þennan gítar sem ég er að gera við, gerði ég árið 2016. Núna er ég að setja nýtt „pickup“ í hann, sem á íslensku myndi kallast hljóðdós,“ útskýrir hann þegar blaðamaður hváir. „Hljóðdósin tekur titringinn frá strengjunum og magnar í hljóð. Gítarinn er hefðbundinn Telecaster, framleiddur um 1950. Þetta er smíðað af smiðum alls staðar í heiminum, síðan taka menn hann og gera að sínum, en í grunninn er þetta alltaf Telecaster. Menn eru þá að breyta, líkt og ég er að gera núna. Það eru til endalausar útfærslur.“

Auk þess að smíða gítara þá gerir Gunnar við gítara og hefur gert í fjöldamörg ár og einnig heldur hann námskeið í Tækniskólanum, sem hafa verið vel sótt. „Ég var að klára tíunda árið með námskeið í gítarsmíði. Þú færð nokkrar spýtur og gengur út með gítar í lokin.“

Aðspurður hvort hann sé sjálfur gítarleikari, svarar hann hógvær: „Ég þykist vera það. Ég er búinn að vera í sömu hljómsveit í mörg ár, með sömu mönnum. Það vill svo skemmtilega til að við vorum að spila „rock og roll“ á síðustu öld og færðum okkur svo yfir í blúsinn. Við áttum hins vegar nokkur lög í pokahorninu, sem við ákváðum að gefa út og vorum að fá diskinn bara í þessari viku. Maður þarf að koma tónlistinni frá sér einhvern veginn. Þetta er þessi óendanlegi áhugi á músík og öllu henni tengdu hljóðfæralega séð.“

Gunnar Örn er með nokkur húðflúr, sem Siggi Palli gerði, sem vísa til áhugamálsins og atvinnunnar, bæði gítar og mynd af uppáhaldsgítarleikaranum, Rory Gallagher, sem lést árið 1995.

Vekur athygli út fyrir landsteinana

Fyrir fimm árum gerðist Gunnar meðlimur í European Guitar Builders, samtökum sem halda árlega sýningu í Berlín sem ber nafnið Holy Grail Guitar Show. „Ég fór þangað að sýna mína gítara árið 2014–15 og hef verið duglegur að fara síðan með mitt dót. Ég hef fengið fína athygli, sem er alltaf að aukast.“

Síðasta umfjöllunin er viðtal við Gunnar í ágústblaði hins virta breska tímarits The Guitar Magazine, en blaðamaður þess kom hingað til lands gagngert til að taka viðtal við Gunnar og fylgjast með honum og nýstárlegri aðferð hans við smíðina.

Lengsti tíminn hefur farið í smíði gítars, sem Gunnar hóf smíði á fyrir fimm árum og lauk henni daginn áður en viðtalið var tekið. „Hann er sérstakur að því leyti að spýtan í miðjunni, svokallað „Neck Through“, er brasilískur rósaviður sem er á bannlista. Það þýðir að þú getur ekki farið með hann í flug erlendis þar sem upprunavottorð fæst ekki. Viðurinn var fluttur inn árið 1960 af trésmiðjunni Víði, engir pappírar eru til og því fæst ekki upprunavottorð.“

Séreinkenni á gítarsmíði Gunnars er víkingaútlitið og einnig aðferðin sem hann notar við smíði margra þeirra. „Ég hef farið með gítara og dýft þeim ofan í hveri. Hér er Þórshamarinn, handskorinn, og síðan dýfi ég gítarnum ofan í hver. Þá kemur drullan með, ég nudda henni síðan inn í viðinn þannig að hann lítur út eins og gamalt leður, síðan er olíuborið yfir,“ segir Gunnar. „Ég hef einnig unnið með ákveðið útlit og gert það að minni hönnun, sem ég kalla Thor so. Mér finnst það skipta máli að eiga eitthvað sem er mitt. Ég hef verið upptekinn af þessu undanfarin ár og verð áfram. Svo er þetta röff, þetta er ekki gítar sem á að vera inni í skáp.“

Gítarinn sem Addi í Sólstöfum á og spilar á, er að mati Gunnars sá sérstakasti sem hann hefur smíðað. Addi hefur farið með gítarinn um allan heim og hefur hann fengið mikla athygli og viðbrögð.
Þó að víkingaútlitið sé orðið séreinkenni á hönnun Gunnars þá smíðar hann gítara eftir séróskum viðskiptavina sinna, en bæði Íslendingar og útlendingar kaupa af honum. „Spýturnar í þessum gítar koma úr 130 gömlu orgeli. Gissur Elíasson var með orgelviðgerðir og síðan var safnið hans komið á Tónlistarsafn Kópavogs. Hluti af safni hans var skemmdur og ég fékk spýtur sem dugðu í tvo gítara. Hér er alvöru gull, blaðgull. Það er skemmtilegt að gera eitthvað sérstakt úr gömlum munum.“
„Ég hef verið að safna þessum kössum sem ganga kaupum sölum á um 20 þúsund krónur stykkið. Hugmyndin var að búta þá niður, setja sem top á gítar og selja síðan viðkomandi fyrirtæki í stað þess að kría út styrki fyrir sýningum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“