fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Ert þú að leigja út á AirBnB?: Gefðu túristunum þessi 10 ráð um hvernig megi spara peninga á Íslandi

Þetta eru ráðleggingar þeirra sem lifa og hrærast í ferðamannabransanum

Fókus
Fimmtudaginn 28. júní 2018 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem leigja íbúðir sínar út á AirBnB yfir sumarið og margir leggja sig fram um að vera góðir gestgjafar.

Á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar upphófust fyrir nokkru umræður um hvaða heilræði væri best að gefa erlendum ferðamönnum sem vilja njóta þess að vera hér án þess að fara á hausinn.

Sérfræðingar í innlendri ferðaþjónustu sátu ekki á svörum en hér eru nokkur þeirra.

1.

Ekki kaupa í matinn í klukkubúðum, á bensínstöðvum og í sjoppunum. Þar er oft tvöfalt verðlag miðað við lágvöruverðsbúðina hinum megin við götuna.

2.

Sleppið vínkaupum á veitingahúsum. Áfengið margaldar verðið í reikningnum.

3.

Skipuleggðu ferðalagið tímanlega og reyndu að panta ferðir og upplifanir frá einu og sama fyrirtækinu upp á það að fá magnafslátt.

4.

Berðu saman verð ferðaþjónustufyrirtækja á Gullfoss og Geysi. Kannski er bara betra að borga örlítið meira fyrir fámenna ferð í lítilli rútu?

5.

Berðu saman verðin í minjagripaverslunum. Sama varan getur kostað mismikið eftir því hvar hún er seld í bænum.

6.

Það er hægt að kaupa afsláttarhefti á 1500 krónur á flestum hótelum og á bensínstöðvum víðsvegar um landið. Þar er að finna mikið af afsláttarmiðum sem ferðamenn geta nýtt sér.

7.

Verið dugleg að biðja um staðgreiðsluafslátt. Það er jafnvel líklegra að hann fáist ef það er staðgreitt með reiðufé, með erlendum gjaldmiðli.

8.

Drekktu alltaf vatn úr krananum og fylltu á flöskur.

9.

Ekki að greiða eldsneyti í sjálfsölum. Ef þú velur „fylla“ er tekið 25 þúsund á flestum stöðum af kortinu þínu sem síðan er lagfært ef þú dælir svo bara fyrir níu þúsund. Það tekur nokkra daga að fá lagfæringuna í gegn.

10.

Ekki kaupa íslenskt sælgæti í umbúðum með áletrun á ensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is