fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Vignir Ljósálfur Jónsson: „Þetta var leyninafn sem ég notaði í veikindum mínum“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 16. júní 2018 22:00

„Sem unglingur átti ég kærasta en þá var ég enn inni í skápnum og ekki beint að setja þetta í samhengi við að vera samkynhneigður“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí síðastliðnum voru Kolbrún Baldursdóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi, og Vignir Ljósálfur Jónsson kennari í viðtali hjá DV. Þau voru gift og saman í níu ár en skildu árið 1983 vegna þess að þau áttuðu sig á því að Vignir væri samkynhneigður. Vignir segir nú sína sögu eftir að hann og Kolbrún skildu, hvernig hann barðist við HIV og missti kærasta úr sjúkdómnum og hvaðan þetta óvanalega nafn Ljósálfur kemur.

Þetta er brot úr stærra viðtali úr helgarblaði DV

Eini Ljósálfur landsins

Margir kynnu að velta því fyrir sér þessu sérstaka millinafni Vignis, Ljósálfur, en hann er sá eini á Íslandi sem ber það. Rétt fyrir fimmtugsafmælið árið 2006 hringdi Karen Áslaug í pabba sinn og sagði að hann yrði að gera eitthvað virkilega villt áður en hann yrði settlegur karl. Þá fór hann fyrir mannanafnanefnd og fékk þetta nafn samþykkt.

Af hverju Ljósálfur?

„Þetta var leyninafn sem ég notaði í veikindum mínum. Ég gat ekki unnið en heldur ekki setið auðum höndum. Þannig að ég safnaði saman lista yfir 25 krakka í fjölskyldunni minni, frá sex upp í tólf ára aldur, og nokkrum fullorðnum manneskjum í bland. Síðan skrifaði ég þeim póstkort í hverri viku með framhaldssögu um regnbogalitina sem fóru að rífast um hver þeirra væri mikilvægastur. Undir þessi kort skrifaði ég alltaf Ljósálfur. Ég klippti og teiknaði þessi póstkort og sendi þau á þeim tíma að þau bærust á hverjum mánudegi heilt sumar. Þetta voru alls ellefu kort, eitt um rauða litinn, annað um gula og svo framvegis. Auðvitað endar þetta allt vel og allir litirnir hjúfra sig saman í regnboga. Í síðasta kortinu bauð ég öllum í regnbogapartí og var líka búinn að panta stæði í Gay Pride-göngunni fyrir þennan hóp. Af hverju þetta tiltekna nafn man ég ekki,“ segir Vignir og brosir breitt.

Vignir segir að það hafi heilmikil umræða skapast um nafnið eftir að þær fréttir bárust að það hafði verið samþykkt af nefndinni. Fyrirsögn DV frá þessum tíma var: „Nú má heita Ljósálfur“.

„Í umræðum á Barnalandi voru margir sem gerðu athugasemdir við nafnið og sögðu að nefndarmenn í mannanafnanefnd hlytu að vera á einhverjum lyfjum. Til dæmis hvernig hægt væri að taka einhvern alvarlega sem bæri þetta nafn. Annar sagði að nafnið hentaði vel á fyrirliða í Gay Pride-göngu. Í dag er þetta nafn orðið partur af mér og börnunum í skólanum finnst skemmtilegt að fá að kalla mig þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 10 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu