fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Fyrsti rabbíni Íslands: „Í gyðingdómi skiptir miklu máli að dýrin sem við borðum hafi góð persónuleikaeinkenni“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. júní 2018 09:20

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rabbíninn Avi Feldmann, eiginkona hans Mushky og tvö börn þeirra eru nýkomin til landsins og munu þau sjá um að skipuleggja og halda utan um trúarstarf gyðinga á Íslandi. Málefni gyðinga hafa verið mjög til umræðu á Íslandi undanfarna mánuði eftir að frumvarp um bann við umskurði drengja var lagt fram á Alþingi í vetur. Kristinn hjá DV ræddi við Avi sem hyggst dvelja hér til langframa.

Þetta er brot úr viðtali í helgarblaði DV.

Kjöt dýra með góð persónuleikaeinkenni

Gyðingar sem iðka trú sína af festu halda sabbatinn frá föstudagskvöldi fram á laugardagskvöld. Avi segir þann dag notaðan til að kúpla sig út úr hraða og amstri þjóðfélagsins og tengjast fjölskyldunni og guði sínum sterkari böndum.

„Við reynum að hvílast eins mikið og við getum. Við verslum ekki og geymum öll símtöl og erindi þangað til sabbatinum er lokið. Þetta er slökunardagur og fólk sem heldur upp á hann kann að meta þetta. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu því maður verður að prófa til að kunna að meta þetta. Þetta er dagurinn sem við hugsum um það sem skiptir máli, samböndin, fjölskylduna, hugmyndir um tilveruna, trúna og fleira.“

Er nóg af kosher-fæði á Íslandi?

„Við borðum öll dýr sem jórtra og hafa klofnar klaufir og er slátrað á ákveðinn hátt. Til dæmis lömb, nautgripi, dádýr og fleira. Íslendingar veiða mikið af ljúffengum kosher-fiski, sem er allur fiskur sem hefur ugga og roð; lax, þorsk og fleira. Allir ávextir og grænmeti er kosher. Hingað er líka flutt mikið af erlendum matvælum um mörg þeirra eru sérmerkt kosher. En mörg matvæli eru kosher þótt þau séu ekki sérmerkt. Maður verður þá að gera rannsókn á því hvað er í matnum og hvernig hann er unninn.“

Er þá bannað að borða til dæmis svínakjöt og kolkrabba?

„Já, það er bannað. Torah, trúarrit okkar, er leiðbeiningar lífsins og þar eru reglur um hvað sé kosher. Í Torah eru gefnar margar ástæður fyrir því af hverju aðeins sumt er kosher og ein af þeim er sú að það sem við borðum hafi mikil áhrif á okkur sjálf, það verður hluti af okkur. Í gyðingdómi skiptir miklu máli að dýrin sem við borðum hafi góð persónuleikaeinkenni og séu ljúf. Þegar við borðum dýr sem hafa þessi einkenni byggjum við þau upp í okkur sjálfum. Með því erum við samt ekki að segja að þeir sem borða svínakjöt hafi slæm persónuleikaeinkenni en í gyðingdómi hugsum við sérstaklega mikið um þetta.“

Avi segir einnig að dýrunum verði að vera slátrað á ákveðinn hátt. Ekki megi nota loftbyssur með pinna eins og eru notuð í íslenskum sláturhúsum heldur verði að nota hárbeitt blað.

„Að nota beitt blað er sársaukalausasta leiðin til að aflífa dýr. Að valda ekki óþarfa sársauka er eitthvað sem skiptir mjög miklu máli í gyðingdómi. Hnífurinn verður að vera fullkominn, það má ekki vera ein hrufa á blaðinu. Síðan verður að setja kjötið í salt sem dregur í sig blóðið, því blóð er ekki kosher. Þetta eru smáatriði sem skipta okkur samt máli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“