fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025

Hjónabandi Kolbrúnar lauk þegar Vignir kom út úr skápnum – Opna sig um skilnaðinn – „Þegar þú elskar nær reiði aldrei í gegn“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir hefur um árabil verið einn öflugasti málsvari barna. Sem starfandi sálfræðingur til 25 ára hefur hún unnið mikið með börnum sem eiga mjög bágt. Nú ætlar hún að að færa baráttuna gegn óréttlæti, mismunun og fátækt inn í sal borgarstjórnar sem oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Kolbrún var gift Vigni Jónssyni, sem kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður árið 1983. Kristinn hjá DV ræddi við Kolbrúnu og Vigni.

Þetta er brot úr löngu helgarviðtali við DV

Áratuga vinskapur

Nokkru eftir skilnaðinn giftist Kolbrún aftur og fluttu þau hjónin til Rhode Island árið 1986 þar sem bæði stunduðu nám. Kolbrún lagði þar stund á sálfræði og menntunarfræði. Þá var Karen Áslaug fimm ára og þurfti því að sjá á eftir pabba sínum.

„Bæði gættum við þess vel að Vignir og Karen Áslaug hefðu mikið og gott samband þrátt fyrir fjarlægðina. Samskipti þeirra einkenndust af síma og bréfaskriftum á þessum tíma. Vignir flaug út um jól og dvaldi hjá okkur í allt að þrjár vikur. Á sumrin fór Karen Áslaug til Íslands og var hjá pabba sínum. Kolbrún segir að umræðan um samkynhneigð hafi þá verið komin miklu lengra í Bandaríkjunum en hér á Íslandi og umræðan um HIV var þar í algleymingi og þá að mestu tengd við samkynhneigð. Ég man ég fylltist gríðarlegum óróleika yfir þessri umræðu, varð svo svakalega hrædd um Vigga og var umhugað um að segja honum frá öllu því sem ég var að læra um HIV þarna úti. Ég man ég hringdi eitt sinn í hann, minnir það hafi verið í desember 1989 eða 1990, og sagði að hann yrði að passa sig á þessu og hélt heilan fyrirlestur um þessi mál. Hann hlustaði af yfirvegun, bara svona eins og hann er vanur að gera.“

Þegar Kolbrún flutti aftur til Íslands var Karen Áslaug á tíunda ári og hóf nám í Laugarnesskólanum þar sem Vignir kenndi.

„Ég óttaðist að henni yrði strítt því að margir vissu að pabbi hennar var samkynhneigður. Ótti minn var ástæðulaus. Það var ekki talað neitt sérstaklega um þetta og ég man ekki eftir einu einasta tilfelli þar sem Karen Áslaugu var strítt vegna þessa.“

Kolbrún og Vignir hafa haldið góðum vinskap allar götur síðan þau skildu. Þau hafa stutt hvort annað á erfiðum stundum. Þau hittast í matarboðum, kaupa saman föt, aðstoða í starfi og fara reglulega saman til Stokkseyrar að hitta gamla kunningja.

Þegar þú lítur til baka, hvaða tilfinningar vakna um þennan tíma?

„Þetta var mjög skemmtilegur tími sem ég hefði aldrei viljað missa af. Enda erum við mjög gæfuríkt fólk í dag og miklir vinir. Dóttur okkar hefur líka gengið vel í lífinu, var ári á undan í skóla og er auk þess fædd 28. desember en dúxaði engu að síður í Verslunarskólanum og er hagfræðingur í Seðlabankanum í dag. Hún naut góðs af því að horfa á foreldra sína halda svo góðum vinskap og vera svona náin. Við höfum verið mikið saman bæði í daglega lífinu og á stórhátíðum. Okkur þykir afar gaman að vera með barnabörnum okkar, með dóttur og tengdasyni og mökum okkar. Fólk spyr mig stundum hvort ég hafi ekki orðið fyrir rosalegu áfalli og reiði þegar ég komst að því að Viggi væri samkynhneigður. Nei, það var aldrei svo, þegar þú elskar einhvern nær reiði aldrei í gegn. Ég myndi gera allt fyrir hann Vigga og hann er hluti af mér enda höfum við fylgst að frá 16 ára aldri. Fjölskyldan hans öll er og verður alltaf mín fjölskylda og foreldrar hans, sem eru látnir, voru bestu og yndislegustu tengdaforeldrar sem hægt er að hugsa sér. Þau gengu mér í föður og móður stað og ég sakna þeirra hvern einasta dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þrír stórir sem fara líklega frá City í sumar

Þrír stórir sem fara líklega frá City í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum
Nýtt lag frá KALEO
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“