fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025

Árni Johnsen um Eyjagosið: „Fólkið var ekki hrætt og það tók þessu með yfirvegun“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. apríl 2018 21:00

„Það er ekkert til sem er eins sárt og sorgarsársauki, ekkert“ Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn hefur verið erfiður hjá Árna Johnsen, þessum þekktasta syni Vestmannaeyja. Á aðeins hálfu ári hefur Árni misst tvo syni á sviplegan hátt. Á sama tíma og hann hefur tekist á við sársauka sem vart verður lýst í orðum hefur hann glímt við alvarleg veikindi. En Árni brosir í gegnum tárin með sinni einstöku glettni og heldur áfram sinni óhefðbundnu göngu í lífinu. Nú í vor gefur hann út þrjú tónlistarsöfn, öll með ólíku sniði. Blaðamaður DV skrapp út í Eyjar til að ræða æskuna, starfsferilinn, tónlistina og sonamissinn við Árna.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Gosið og Gísli á Uppsölum

Árni bankaði upp á hjá Matthíasi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og fékk þar vinnu sem blaðamaður og því starfi átti hann eftir að sinna í 24 ár, eða til ársins 1991, og um tíma var hann fréttastjóri blaðsins. Á sama tíma var hann einnig dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, bæði í sjónvarpi og útvarpi, og stjórnaði meðal annars fyrsta helgarþættinum, Í vikulokin.

„Þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina. Ég var mest í innlendum fréttum og karakterviðtölum. En ég sá einnig um slysafréttir og önnur stór mál þar sem þurfti að fara á vettvang.“

Þú hefur væntanlega séð um gosið hér 1973?

„Já. Móðir mín hringdi í mig þremur mínútum eftir að gosið hófst, klukkan tvö um nóttina, og sagði mér að það væri soldið að ske austur í Eyjum. Ég var á vakt þá og hringdi í Styrmi Gunnarsson, sem var þá nýorðinn ritstjóri, og sagði honum að við þyrftum að stoppa blaðið. Ég yrði að fara út í Eyjar af því að það væri að byrja gos og við þyrftum að setja nýja forsíðu á blaðið. Eftir þetta samtal hringdi Styrmir í Björn Jóhannsson, fréttastjóra, og spurði hvort ég væri byrjaður að drekka.“

Hvernig varð þér við að sjá heimabyggðina loga?

„Mér bregður aldrei en þetta var sérkennilegt. Fólkið var ekki hrætt og það tók þessu með yfirvegun. Fyrst héldu margir að þetta væri flugeldasýning á bænum Kirkjubæ af því að það var afmæli þar. Ég fór beint af flugvellinum upp á Helgafell til að ná sem bestu útsýni og svo niður í bæ þar sem ég skrifaði stanslaust um hvað var að gerast. Síðan gaf ég út bók sem Ómar Ragnarsson kallaði stóru kokkabókina. Hún hét Eldar í Heimaey og Ómar leit svo á að ég væri að elda í Heimaey,“ segir Árni kíminn.

Á blaðamannaferli Árna var hann sennilega best þekktur fyrir mannlífsviðtölin sín, til dæmis við Gústaf guðsmann á Siglufirði og Gísla á Uppsölum. Árni og síðar Ómar Ragnarsson gerðu Gísla að þjóðþekktum manni í einu vetfangi en fram að því hafði hann verið nánast alveg óþekktur. Árni heyrði fyrst af Gísla á Bíldudal árið 1977. Hann spurði kunnuga menn hvort það væru ekki einhverjir kynlegir kvistir í sveitinni og þeir sögðust halda að það væri maður sem héti Gísli í Selárdalnum, en vissu ekki einu sinni hvort hann var á lífi.

Árni bað Ómar að fljúga með sig og þar hitti hann Gísla og tók viðtalið fræga. Fjórum árum síðar fóru Árni og Ómar saman til hans en þá með sjónvarpsmyndavélar með sér.

„Gísli vildi fyrst ekki koma út úr húsinu en þá var hann spurður hvort hann vildi ekki koma og hitta blaðamanninn af Morgunblaðinu sem hafði heimsótt hann um árið.“ Árni setur sig í stellingar og hermir eftir Gísla: „Ha? Jú, ég man eftir honum. Hann var svo skrítinn.“

Árni segist aldrei hafa verið í innsta hring Ríkissjónvarpsins, eða klíkunni eins og hann kallar það. Hann hafi frekar verið talinn aðskotahlutur þar. En hann stýrði þó yfir hundrað þáttum og þar á meðal þeim fyrsta sem sýndur var í lit.

„Í þættinum tók ég viðtöl við söngkonurnar Guðrúnu Símonardóttur og Þuríði Pálsdóttur. Þátturinn var einn og hálfur tími og það var sagt að þegar þættinum lauk hafi verið mikið álag á vatnskerfið í borginni því að það hefði enginn tímt að fara á klósettið og missa af þeim, kellingunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“

Bjarki hyggst ekki gera þetta aftur eftir upplifun sína á dögunum – „Fer ekki aftur nema í eitthvað svona“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sannfærður um að Salah sé ekki á förum frá Liverpool

Sannfærður um að Salah sé ekki á förum frá Liverpool
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Benoný fékk sénsinn gegn úrvalsdeildarfélagi

Benoný fékk sénsinn gegn úrvalsdeildarfélagi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir af hverju fyrirliðinn var tekinn af velli

Útskýrir af hverju fyrirliðinn var tekinn af velli