fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Árni Johnsen: „Ég hef alltaf bjargað mér með því að vinna með þeim bestu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. apríl 2018 18:30

„Þarna var drengur sem hafði lamast ungur og var eiginlega út úr myndinni. En hann hafði fallegasta bros sem ég hafði séð“ Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn hefur verið erfiður hjá Árna Johnsen, þessum þekktasta syni Vestmannaeyja. Á aðeins hálfu ári hefur Árni misst tvo syni á sviplegan hátt. Á sama tíma og hann hefur tekist á við sársauka sem vart verður lýst í orðum hefur hann glímt við alvarleg veikindi. En Árni brosir í gegnum tárin með sinni einstöku glettni og heldur áfram sinni óhefðbundnu göngu í lífinu. Nú í vor gefur hann út þrjú tónlistarsöfn, öll með ólíku sniði. Blaðamaður DV skrapp út í Eyjar til að ræða æskuna, starfsferilinn, tónlistina og sonamissinn við Árna.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Bros fatlaðs barns minnisstætt

Árni er með þrjú tónlistarsöfn, glæný úr pressunni, undir höndum. Í fyrsta lagi er það þreföld DVD-útgáfa sem nefnist Sólarsvítan. Þar má finna safn af lögum sem Árni saumaði saman í svítu fyrir sinfóníu og flutti Sinfóníuhljómsveit Úkraínu verkið. Þar má einnig finna hina áðurnefndu Grísku sólarsvítu sem flutt er af sömu sveit og bouzouki-leikaranum Panagiotis Sterigou en það ku vera í fyrsta skiptið sem hljóðfærið er notað með sinfóníu. Þriðji diskurinn er kóraútsetning á lögum Árna, flutt af Karlakórnum Þröstum frá Hafnarfirði.

„Ég fékk hugmyndina þegar ég heyrði svítu byggða á lögum Oddgeirs. Mér fannst þetta svo fallegt og datt í hug að gera þetta með mín eigin lög. Einn af mínum göllum er að ég veð í það sem mér dettur í hug. Ég hvorki kann né get geymt hluti. Síðan verð ég að reyna að bjarga mér á sundi.“

Við gluggann er tvöföld tónleikaplata, Við gluggann, tekin upp á sjötugsafmæli Árna sem haldið var í Salnum í Kópavogi. Þar lék undir með honum úrval íslenskra tónlistarmanna, Magnús Kjartansson, Birgir Níelsen, Ingólfur Magnússon, Björn Thoroddsen og Úlfar Sigmarsson.

„Þetta er topplið. Ég hef alltaf bjargað mér með því að vinna með þeim bestu. Þá flýt ég með, eins og korktappi. Þetta voru sígild og falleg lög sem mér finnst gaman að syngja. Bara bjútí og ævintýr.“

Síðast en ekki síst er það tvöfalda barnaplatan Bara gaman sem inniheldur meira en hundrað af helstu barnasöngvum síðustu áratuga og með honum sungu stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur. Þetta er fyrsta barnaplatan sem Árni gefur út en það er ástæða fyrir útgáfunni:

„Þetta eru lög sem leikskólarnir eru meira og minna hættir að spila. Í stað þess taka þeir slitrur úr erlendum lögum og semja einhverja drasltexta við. Þetta eru lög sem hægt er að syngja í skólunum og foreldrar geta sungið með börnunum sínum.“

Hefur þú spilað mikið fyrir börn?

„Ég hef alltaf gert það, já. Í mörg ár spilaði ég fyrir þroskaheftu börnin á Selfossi, á vinnuheimilinu þeirra. Þau voru svo glöð að syngja og þakklát.“ Það er ekki laust við að Árni klökkni örlítið á þessum stað í samtalinu. „Það er svo margt sem undirstrikar í smáatriðum hvað er mest virði. Þarna var drengur sem hafði lamast ungur og var eiginlega út úr myndinni. En hann hafði fallegasta bros sem ég hafði séð. Sá bjargarlausasti af öllum en með fallegasta brosið. Þetta sest í mann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð