Hin 86 ára Rita Moreno, sem hlaut Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina West Side Story árið 1962, var mætt á Óskarsverðlaunahátíðina í gærkvöldi.
Óhætt er að segja að Rita hafi vakið athygli á hátíðinni í gærkvöldi, en þangað var hún komin til að kynna sigurvegarann í flokknum besta erlenda myndin.
Það sem vakti einna mesta athygli var það að hún var í sama kjólnum í gærkvöldi og á hátíðinni árið 1962. Segja má á að kjóllinn hafi elst vel á þessum 56 árum sem liðin eru.
Rita, sem er frá Puerto Rico, er enn í fullu fjöri á leiklistarsviðinu. Hún er einn tólf listamanna sem hafa unnið Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun.