fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Bjartur bæjarstjóri

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 16. mars 2018 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanasöngur stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar ómaði hugsanlega í vikunni þegar Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, staðfesti að ekki yrði boðið fram undir merkjum flokksins í Reykjavík í vor. Össur Skarphéðinsson var fljótur til og skrifaði nöturleg minningarorð um flokkinn þar sem niðurstaðan var sú að pólitísk arfleið hans væri engin. Björt svaraði Össuri fullum hálsi og kallaði hann meðal annars krúttmús. Ólíklegt er að hinum aldna pólitíska ref hafi oft verið líkt við nagdýr, eða að minnsta kosti ekkert mjög oft.

Eins og margir vita er Björt Ólafsdóttir yngri systir körfuboltakappans og fjárfestisins Fannars Ólafssonar. Faðir Bjartar og Fannars er Ólafur Einarsson, handboltakappi með meiru. Albróðir Ólafs er Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Pólitískur ferill Gunnars er á blússandi siglingu en nýverið var tilkynnt að hann yrði áfram bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Skipar Gunnar 8. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda