Ása Dýradóttir, bassaleikari Mammút, á von á barni ásamt kærasta sínum, Árna Hjörvari, bassaleikara bresku indírokksveitarinnar The Vaccines. Má því velta fyrir sér hvort mögulega sé von á næsta ofurbassaleikara Íslands.
Ása bar af á Íslensku tónlistarverðlaununum í vikunni í stórglæsilegum kjól úr nýjustu línu Hildar Yeoman, Venus, sem verður einmitt frumsýnd í dag.
Mammút var tilfnefnd í sex flokkum á verðlaununum og vann í tveimur þeirra, fyrir bestu plötuna og besta lagið. Ása skrifar þó í færslu á Facebook að von sé á stærstu verðlaununum í ágúst þegar áætlað er að frumburður hennar og Árna Hjörvars komi í heiminn.