Benjamín Þór er unnusti Ragnheiðar Mörthu
„Hún er náttúrulega fullkomin. Allir eru stoltir af henni og ég gæti ekki verið stoltari,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson, einkaþjálfari og unnusti Ragnheiðar Mörthu Jóhannesdóttur.
Ragnheiður Martha er fyrst íslenskra kvenna til að stunda nám í hjarta- og lungnaskurðlækningum og gerði í síðustu viku sína fyrstu sjálfstæðu hjartaskurðaðgerð á Norrland-sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð.
Aðspurður hvort hún sé ekki mjög upptekin og hafi lítinn tíma til að hitta unnustann segis Benjamín ekki finna fyrir því. „Ég hef ekki fundið fyrir því, hún er að æfa á fullu og gerir allt sem hún vill gera. Ég finn ekki fyrir því, þótt það sé mikið að gera þá lifir hún sínu lífi og er alveg ótrúleg með það.“