fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Salka Sól: „Ég held að það sé brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er rosalega skrítið að vera búin að lifa í líkama sínum í geðveikt langan tíma og þekkja líkama sinn og maður sér sig í spegli. Svo allt í einu sér maður einhvern hluta af líkama sínum sem maður bara vissi ekki hvernig leit út,“ segir Salka Sól Eyfeld tónlistarkona í meðfylgjandi myndskeiði þar sem umfjöllunarefnið er píkuskoðun.

Það er Völvan sem kemur að gerð myndbandisins en fyrsta myndband Völvunnar var frumsýnt í mars á seinasta ári og var þá meðal annars rætt við Öldu Villijós og Margréti Erlu Maack um blæðingar, sjálfsfróun og kynfræðslu. Að þessu sinni er umræðuefnið viðhorf og kynni kvenna af kynfærum sínum.

Auk Sölku er einnig rætt við Guðrúnu Esther Árnadóttur, Maríu Guðmundsdóttur, Ingu Björk Bjarnadóttur, Indíönu Rós Ægisdóttur og Bylgju Babýlons og lýsa þær allar upplifun sinni af því að skoða á sér píkuna.

„Ég fékk einhvern tímann einhverja bók þegar ég var unglingur þar sem var mynd af konu sem sat með spegil. Þar var verið að hvetja stelpur til að skoða á sér píkuna. Mér hafði ekki dottið þetta í hug. Það fyrsta sem ég gerði var að ná í spegil og skoða á mér píkuna. Ég gat horft í svona hálfa sekúndu,“ segir Salka Sól og lýsir þvínæst viðbrögðum sínum við því sjá þennan forboðna líkamshluta í fyrsta sinn. Henni hreinlega brá.

Salka Sól er ein af hinum fjölmörgu sem rætt er við í myndabandaröð Völvunnar. Ljósmynd/Skjáskot af vef Youtube.
Salka Sól er ein af hinum fjölmörgu sem rætt er við í myndabandaröð Völvunnar. Ljósmynd/Skjáskot af vef Youtube.

„Ég held að það sé brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna, reglulega. Af því að hún breytist, hún hlýtur að breytast. Skoða hana í allskonar ástandi, rakaða eða órakaða.“

Völvan er verkefni þriggja ungra kvenna á aldrinum 19 til 24 ára. Þær eru Inga Björk Bjarnadóttir, Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og Anna Lotta Michaelsdóttir en þær fengu styrk að upphæð 300 þúsund króna frá Reykjavíkurborg í janúar á seinasta fyrir verkefninu. Fannst þeim vanta opinskáa umræðu um píkuna og telja að fræðsla í skólum sé takmörkuð. Verkefnið snýr líka að líkamsvirðingu, kynferðisofbeldi, getnaðarvörnum, kynlífi, sjálfsfróun og barneignum.Tilgangur verkefnisins er að vera vitundarvakning um málefni píkunnar.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ufaicO0s0Ao&w=752&h=423]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“